566. - Evrópusambandið, samfélagssinnar og kommúnistar.

Ég er orðinn leiður á að skrifa bara um hrunið mikla. Ef ég á að skrifa um málefni dagsins þá eru mér Evrópumálin hugstæðari um þessar mundir. Ég vil þó ekki á neinn hátt tengja aðildarumsókn hruninu. Upptaka evru tengist heldur ekki þessum málum. Evran kemur bara eða kemur ekki þegar þar að kemur. En úr því að þessi mál eru komin á dagskrá og Heimssýn hefur allt í einu öðlast tilgang þá er ekkert í veginum með að ræða þessi mál. 

Hræddur er ég um að andstæðingar EU-aðildar séu að gera mistök í því að krefjast tvöfaldra kosninga. Kannski óttast þeir að aðildarviðræður skili viðunandi árangri og því sé um að gera að reyna að þyrla upp sem mestu moldviðri fyrir kosningu um það hvort fara eigi í viðræður. Ég sé engar líkur á að felt verði að fara í aðildarviðræður. Hvað er svosem að óttast? Að stóri ESB-drekinn komi og éti okkur? Ég held varla. Tvöfaldar kosningar geta verið ákveðin lausn fyrir stjórnmálaflokka sem vilja komast hjá klofningi eða fresta honum sem allra mest. Þetta mál er þó alls ekki flokkspólitískt og ber að forða því frá því þrefi sem þar tröllríður öllu.

Mest um vert tel ég hinsvegar að stjórnarflokkarnir báðir vilja reyna að koma í veg fyrir að næstu kosningar snúist um hrunið mikla. Sennilega hefur Geirharður gert mistök í því að fara í fötin hans Guðna og heimta tvennar kosningar og Imba snúið á hann.

Það er andlitsleysið sem vekur mestan ótta andstæðinga samfélagssinna og kommúista eins og Helgi Jóhann Hauksson segir. Það var andlitsleysið sem Ingibjörg Sólrún hafði áhyggjur af í kryddsíldarveislunni endasleppu. Það var andlitsleysið sem Eyþóri Árnasyni sviðsstjóra við Stöð 2 líkaði verst við í stympingum sínum við mótmælendur í Hótelborgarslagnum. Það er andlitsleysið sem Helgi Jóhann líkir við skilríkjabrennur Gandhis í Suður Afríku.

En eigum við samfélagssinnar að halda til streitu aðferðum sem vekja mestan ótta hjá víkingasveitum andstæðinga okkar? Ekki endilega. Við verðum að treysta því að lögreglan hafi samúð með okkur að vissu marki að minnsta kosti og andlitsleysið truflar störf hennar og gerir þau erfiðari. Ef tök andstæðinganna á lögreglunni eru fullkomin gagnast slíkt auðvitað einkum þeim en ég trúi ekki að svo sé.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband