561. - "Það veit ég að þetta endar með því að þeir drepa einhvern."

Í heimsstyrjöldinni síðari var mikið af stríðsfréttum í útvarpinu og oft sagt frá því að svo og svo margir hefðu fallið í tilteknum bardögum. Sögnin að falla getur haft mismunandi merkingar. Öldruð kona á Suðurlandi reiknaði ekki með neinu illu af náunganum og komst svo að orði þegar henni þótti nóg um þessar sífelldu fallista-fréttirnar í útvarpinu. "Það veit ég að þetta endar með því að þeir drepa einhvern."

Þegar ég var í skóla fyrir margt löngu var séra Helgi Sveinsson einn af kennurum mínum. Einu sinni vorum við krakkarnir að leika okkur í fótbolta úti á skólatúni í löngu frímínútunum. Þegar þeim lauk ákváðum við (svotil allur bekkurinn ef ég man rétt) að vera bara áfram því næsti tími var Mannkynssaga hjá séra Helga. Þegar við loks mættum undir lok tímans var séra Helgi ekkert að æsa sig útaf þessu en átaldi okkur þó og ég er viss um að við gerðum þetta aldrei aftur.

Séra Helgi var yndislega óhefðbundinn og það án þess að rembast. Hann var líka talandi skáld og orti oft vísur um okkur krakkana. Meðal annars þessa:

Kolbrún yfir orku býr.
Aldrei þarf að pústa.
Þegar hún sinni speki spýr
sprautast yfir Gústa.

Án þess að ég sé nokkuð að gera lítið úr Kollu þá datt mér þessi vísa í hug áðan þegar ég sá hve víða um bloggheima Ástþór Magnússon spýr nú sinni speki.

Ég fer miklu sjaldnar að skoða póstinn minn en á stjórnborðið hér á Moggablogginu. Póstþjónninn sem tekur við bréfum sem stíluð eru á saemi@snerpa.is liggur líka á því lúalagi að setja sum bréf í einhverja ruslaskúffu. Þar fann ég um daginn nokkur bréf og þar á meðal eitt frá Ólafi Skorrdal síðan 20. desember þar sem hann kvartar undan því að eiga í miklum erfiðleikum með að koma frá sér athugasemdum á Moggabloggið.

Þetta kom mér alveg á óvart því héðan frá séð lítur allt eðlilega út. Kannski finnst þeim Moggabloggsguðum Skorrdal eitthvað leiðinlegur og skrifa full mikið og ekki í þeirra anda. Ég vil samt að allir geti gert athugasemdir við mín bloggskrif. Líka Skorrdal. Kíkið á heimasíðu hans skorrdal.is

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband