31.12.2008 | 00:20
559. - Það er þetta með forsetamyndirnar. Já og kennitöluflakkið og Framsóknarflokkinn auðvitað
Ég hef verið að fylgjast svolítið með umræðum um forsetamyndirnar. Ástþór segist hafa leitað að þeim í klukkutíma á forseti.is án þess að finna þær. Hrannar Baldursson segist hafa fundið þær á einni sekúndu. Hvorttvegga er eflaust rétt en sýnir bara hvernig við hugsum oft eftir mismunandi brautum. Sjálfur reyni ég að fljóta ofan á og sýnast voða gáfaður en er þó óttalegur Ástþór inn við beinið. Þetta á ekki aðallega við um tölvur heldur opinberast oft með áberandi hætti í tæknimálum ýmiss konar. Ég á til dæmis ekkert erfitt með að skilja hvernig það urðu tæknileg mistök hjá séra Árna Johnsen að stela nokkrum steinum og ýmsu fleiru. Þegar þetta kom upp var Árni bara að hugsa eftir alltöðrum brautum en spyrillinn. Mest er ég hissa á að fjölmiðill eins og Eyjan.is sem líklega vill láta taka sig alvarlega skuli birta frétt um forsetamyndirnar eftir sögusögn einni. Gjörsamlega ófær vinnubrögð að mínum dómi. Svo er ég líka upptekinn af því núna að stjórnendur Moggabloggsins (eða tölvuforrit á þeirra vegum) virðast álíta mig kennitöluflakkara og hafa skrifað mér bréf af því tilefni. Sigurður Þór var líka að skrifa um þetta og ekki par ánægður. Ég útskýrði þetta svolítið í kommenti hjá honum en er að hugsa um að endurtaka það. Á sínum tíma skráði ég mig á Moggabloggið sem saemi.blog.is og notaði rétta kennitölu. Eitthvað misfórst það og ég skráði mig aftur. Þá var bæði skrásetningarnafnið og kennitalan komin í einhverja heilaga skrá svo ég gat ekki notað það. Kennitöluna hefði ég gjarnan viljað nota aftur en fékk ekki. Þá datt mér í hug að nota kennitölu konunnar minnar og bæta 7 við blogg-nafnið. Allt gekk vel við það en nú kemur þetta semsagt í hausinn á mér og ég hef víst bloggað á hennar ábyrgð allan tímann. Best að vinda bráðan bug að því að biðja Moggabloggs-stjórnendur að breyta þessu. Bjarni frændi minn Harðarson tók eitt sinn svo til orða í Silfri Egils fyrir nokkrum árum að í grunninn væru allir sem um stjórnmál hugsa annaðhvort Framsóknarmenn eða Kratar. Þorvaldur Gylfason orðaði sömu hugsun í sama þætti einhvern vegin á þann veg að allir væru annaðhvort opingáttarmenn eða einangrunarsinnar. Mér fannst þetta ágætlega orðað og álít sjálfan mig samkvæmt þessu frekar vera Krata og opingáttarmann en einangrunarsinnaðan Framsóknarmann. Nú ætlar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson víst að breyta öllum sem eru í Framsóknarflokknum í Krata. Kannski er ég bara að verða vinstrigrænn og misskil þetta allt saman. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég sem hélt að ég væri svo ábyrgðarlaus!
Áslaug Benediktsdóttir 31.12.2008 kl. 00:45
Ég var nú bara að grínast Sæmundur!
Sigurður Þór Guðjónsson, 31.12.2008 kl. 00:51
Hvort sem þú ert að verða vinstrigrænn eða ekki ertu EKKI neinn Ástþór inn við beinið, svo mikið er víst!
Lára Hanna Einarsdóttir, 31.12.2008 kl. 01:07
Meðan þú heldur sönsum þá verður þú ekki einangrunarsinnaður hrokafullur vinstri eiturgrænn kommúnisti, svo mikið er víst!
Sverrir Stormsker, 31.12.2008 kl. 10:21
ég verð að hryggja þig með áð ég tel þig ekki efni í vinstri grænan, hvað þá framsóknarmann.
ég tel þig of víðsýnan til þess
Brjánn Guðjónsson, 31.12.2008 kl. 12:52
Lára Hanna, HVERNIG er "Ástþór inn við beinið"?
Hefurðu yfirhöfuð kynnt þér málflutninginn inn við beinið á vefnum http://forsetakosningar.is ?
Hér er svo áramótabloggið mitt ef þú nennir að lesa það: http://lydveldi.blog.is/blog/lydveldi/entry/758114/
Gleðilegt ár
Ástþór Magnússon
Ástþór Magnússon Wium, 31.12.2008 kl. 19:15
Ég hugsa víst eftir einkennlegum brautum. Ég var nefnilega ekki að grínast!! Ég hef víst alveg ruglast í ríminu annars. Hvað um það: Gleðilegt ár!
Sigurður Þór Guðjónsson, 31.12.2008 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.