557. Krafan verður líklega um kosningar

Með því að setja mér það að blogga bara einu sinni á dag og linka ekki í fréttir tekst mér að halda blogginu mínu skárra en það annars væri. Ef maður ætti að blogga um allt sem manni dettur í hug yrðu flestir fljótt leiðir. 

Ég sé allt benda til þess að mótmæli muni aukast á næsta ári. Sennilega verður beðið eftir landsfundum Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna og í ljós mun koma eftir þá, reikna ég fastlega með, að stjórnvöld ætli sér að sitja sem fastast og stefna að því að sem fæst breytist. 

Krafan í mótmælaaðgerðum eftir það verður einkum sú að efnt verði til kosninga sem fyrst. Ég get ekki séð hvernig stjórnvöld ætla sér að standa á móti því svo líklega gerði fólk rétt í því að fara að ákveða hvernig atkvæðinu verður varið. Hugsanleg og líkleg framboð fara eflaust líka að hugsa sér til hreyfings.

Um daginn skrifaði ég um fljúgandi kanínur. Í athugasemdum við þá færslu varð undarleg tros-umræða. Konan mín orti í framhaldi af því eftirfarandi vísu:

Trúlega öll á trosi
tórum við næstu ár.
Auðmjúk með bljúgu brosi
buguð sem húðarklár.

Þetta birti hún síðan á sínu bloggi (123.is/asben). Þar bloggar hún oft og alltaf stuttaralega. Oftast eða ævinlega fylgja blogginu myndir.  Vísa þessi  getur vel staðið ein og sér. Ég fékk leyfi til að birta hana á mínu bloggi því mér finnst hún ansi góð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband