541. - Mótmæli og krimmar

Það er stiff order að blogga á hverjum degi. Þetta hefur maður vanið sig á og á erfitt með að breyta. Alltaf leggst manni þó eitthvað til og það án þess að linka í fréttir.

Á morgun er laugardagur og vel hugsanlegt að ég fari á Austurvöll einu sinni enn. Mér er svosem sama hvort það verður mikill mannsöfnuður þar eða ekki. Spáð er þokkalegu veðri og það má þá alltaf nota tækifærið til að fara eitthvað annað.

Krimmar eru gríðarlega vinsælir hér á Íslandi um þessar mundir enda lestur þeirra ágætis afþreying. Mér virðist gerð þeirra oftast nokkuð einföld. Aðalmálið sé að fá hugmynd að sæmilegu plotti og fylla upp í það með einhverri froðu. Síðan sé nauðsynlegt að gera froðuna sæmilega áhugaverða og drita plott-atriðum hæfilega saman við. Oftast væri hægt að segja söguna á fáeinum blaðsíðum en það er skiljanlega ekki nærri eins peningavænt. Auðvitað veit ég að ég gæti ekkert gert betur sjálfur og að ég er alltaf svo gagnrýninn og neikvæður. Finnst bara erfitt að festa hugann við svona bókmenntir og les þar að auki hrikalega hægt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ástæða til að mæta á Austurvöll?  Kíktu á þetta.

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.12.2008 kl. 04:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband