534. - Um feminisma, Vigdísi Finnbogadóttur og fleira

Orðið feminismi er illa valið. Jafnrétti væri skárra en það er bara búið að misnota það svo herfilega. Mér skilst að orðið feminismi eigi að ná yfir algert jafnrétti kynjanna á öllum sviðum.

Fáir vita það betur en feministar sjálfir hve litlu það hefur skilað í jafnréttisátt að ná lagalegu jafnrétti. Andfeministar klifa oft á því að feministar sækist eftir forréttindum kvenfólki til handa og nefna þá gjarnan dæmi um að kvenfólki veiti betur í tilteknum málum. Auðvitað er alltaf hægt að finna slík dæmi en dæmin um hið gagnstæða eru bara miklu fleiri og skipta miklu meira máli.

Kvenfólk er jafnan vinstrisinnaðra en karlar er sagt. Þetta kann vel að vera rétt en segir ekki nokkurn skapaðan hlut um kynferði eða stjórnmál. Vinstrisinnar hafa oft gumað af því að þeir séu gáfaðri og meira meðvitaðir um stjórnmálaleg efni og listir allskonar en hægrisinnar. Þetta er næstum örugglega vitleysa og þar að auki ekki vel til þess fallið að auka vinsældir vinstri stefnu.

Stundum er sagt að hugtökin hægri og vinstri í stjórnmálum séu úrelt. Mér finnst þó oft auðvelda leiðina til skilnings að hugsa um stjórnmál sem lóð á vogarskál sem ýmist hallast til vinstri eða hægri. Samanburður á slíku milli landa verður þó oft villandi og undantekningarnar legíó.

Á Íslandi snúast stjórnmálaumræður yfirleitt ekki um grundvallaratriði heldur frekar um tiltekin dæmi sem leggja má útaf á ýmsa vegu.

Þegar snjóflóðið skall á Flateyri varð frú Vigdís Finnbogadóttir flemtri slegin eftir því sem hún sagði í sjónvarpi. Öllum getur misskjöplast eins og maðurinn sagði og þó ég geti ekki gleymt þessu málblómi fyrrverandi forseta frekar en kryddsíldarveislu danadrottningar sýnir það fyrst og fremst minn innri mann en ekki Vigdísar.

Ég get heldur ekki gert að því að eina vísan sem ég man eftir úr fjölmiðla-frumvarps-stríðinu um árið er þessi:

Vanhæfur kom hann að verkinu.
Vigdís plantaði lerkinu.
Bónus hann á
eins og hvert barn má sjá.
Það er mynd af honum í merkinu.

1234.jpgSvo gengur víst mynd af nýjasta jólasveininum sem nefndur er Bankaskellir á milli manna um þessar mundir.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kiza

Feminismi (sem stefna) gengur út á það að reyna að koma konum ALLS STAÐAR um heiminn á sama level og karlmenn réttindalega séð.  Feminismi snýst ekki um að koma á 'kvennaveldi' eða 'kvengera karlmenn' eða 'banna kynlíf og klám', þannig dæmi eru týpísk frá and-feministum sem hafa enga glóru um hvað málið snýst. 

Auðvitað eru til róttækir feministar sem vilja loka alla karlmenn inní búrum, en þær eru undantekningin frekar en normið.  Staðreyndin er sú að staða kvenna um gjörvallan heim er alls ekki góð, þó svo að við hér á Norðurlöndunum stöndum okkur best af hópnum (þó búum við ekki við fullkomið jafnrétti).  Misréttið, ofbeldið og kúgunin á sér stað augljóslega og daglega.

Mér finnst leiðinlegt að heyra ungar stúlkur segja 'ég er alveg hlynnt jafnrétti, en ég er sko ALLS EKKI FEMINISTI' , eins og orðið 'feministi' sé orðið að einhverju blótsyrði.   Mér finnst sorglegt að heyra þær segja að feministar hafi eyðilagt fyrir konum, að feministar séu allir 'samansaumaðar uppþurrkaðar freðkuntur' og fleira (þetta heyri ég mikið frá ungum mönnum líka).   And-feministar og afturhaldsseggir hafa eytt ótrúlegum tíma í þessa stereotýpu, sem á sér í raun litla stoð í raunveruleikanum  

Með bestu kveðju,

Jóna Svanlaug - stoltur feministi. 

kiza, 6.12.2008 kl. 11:04

2 Smámynd: Aldís Gunnarsdóttir

ágætis vangaveltur

Kveðja

Aldís femínismi

Aldís Gunnarsdóttir, 6.12.2008 kl. 22:06

3 identicon

Haha, Aldís femínismi. Nei nei þetta er allt í lagi því "öllum getur misskjöplast eins og maðurinn sagði"

Annars finnst mér femínismi illa valið orð. Kiza er akkúrat svona kona sem staðfestir það að femínismi nær ekki yfir algert jafnrétti kynjanna á öllum sviðum, heldur eins og Kiza orðar það að"koma konum ALLS STAÐAR um heiminn á sama level og karlmenn réttindalega séð." Þarna eru karlmenn skildir útundan, en það hallar líka á þá á mörgum sviðum. Þetta er eiginlega það, sem þessir (sem þið viljið kalla) andfemínista, eru að gagnrína. 

Bjöggi 6.12.2008 kl. 23:52

4 identicon

Svei mér þá, ég held að það væri heppilegast fyrir alla, að eyða öllum karlkyns fóstrum í svona 40 ár og loka þá sem til eru inni í búrum. Þegar maður les á hverjum einasta degi um allt það ofbeldi, bæði kynferðislegt og annað, sem við karlar beitum dag út og dag inn og takandi tillit til þess að það er aðeins brot af því, sem framið er, sem kemst á vettvang dómstóla, þá dauðskammast maður sín fyrir að vera fæddur með þetta dinglumdangl framan á sér. Allavega held ég að samfélagið verði ekki manneskjulegt fyrr en konur sitja í öllum stjórnunarstörfum, bæði á þingi, í rikisstjórnum og sveitarstjórnum. Konur beita ekki ofbeldi, svo mikið er víst.

Boris 7.12.2008 kl. 09:31

5 Smámynd: Aldís Gunnarsdóttir

jamm ég kenni mig við feminisma en er auðvitað feministi...

Aldís Gunnarsdóttir, 7.12.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband