4.12.2008 | 00:16
532. - Skelfing getur maður verið vitlaus. Ég hélt alltaf að Grímur amtmaður og Grímur Thomsen væru sami maðurinn
Grímur amtmaður var Jónsson og uppi nokkru fyrr en nafni hans Thomsen og jafnvel móðurbróðir hans að ég held. Grímur Thomsen var sonur Þorgríms Tómassonar skólaráðsmanns á Bessastöðum. Ástæðan fyrir að ég uppgötvaði þessa villu mína var sú að ég heyrði í útvarpinu sagt frá bókinni "Amtmaðurinn á einbúasetrinu". Fljótlega heyrði ég að þó þessi mæti maður héti Grímur gat ómögulega verið um Grím Thomsen að ræða. Ég flýtti mér því í tölvu og spurði Gúgla sjálfan að þessu og auðvitað var misskilningurinn minn. Ég gæti vel trúað að þessi nefnda bók væri hin merkasta. Að minnsta kosti fyrir sagnfræðisinnað fólk. Sem ég hélt að ég væri. Amtmaðurinn fæddist árið1785 en skáldið 1820. Í Kastljósinu í kvöld var rætt við mann sem var óánægður með skuld vegna íbúðar. Eftir því sem hann sagði var 6 milljón króna munur á mögulegu uppboðsverði og skuld vegna húsnæðisins honum í óhag. Kannski gæti hann samið við bankann um að greiða þá upphæð til að verða ekki gjaldþrota. Þá þyrfti hann að greiða af þessum sex milljónum og húsaleigu sem samanlagt mætti ekki nema hærri upphæði en kostnaður hans var af eignaríbúðinni. Eina raunhæfa viðmiðunin í svona tilfellum er greiðslubyrði sem hlutfall af launum. Rangt er að líta svo á að eign í húsnæði sé verðmæti í sjálfu sér. Hverjum einasta degi fylgja bæði vonbrigði og gleðiefni. Kúnstin er að láta það sem gerist ekki hafa of mikil áhrif á sig. Ég er þeirrar skoðunar að sífelld kátína og gleði sé eiginlega ekkert betri en þunglyndi og leiðindi. Best er að blanda þessu saman. Ef ekki væri um neitt að ræða annað en sífelld gleðiefni mundu þau á endanum verða óendanlega leiðinleg. Ógæfa heimsins getur líka sem hægast gert hvern mann vitlausan. Best er auðvitað að blanda þessu saman á þann hátt sem hentar og það gera flestir. Þegar sú blöndun mistekst er voðinn vís. Þegar þeim hremmingum linnir sem íslenskt þjóðfélag er útsett fyrir um þessar mundir geri ég ráð fyrir að flokkaskipan í íslenskum stjórnmálum hafi riðlast nokkuð. Mér finnst augljóst að nýfrjálshyggjan hafi beðið verulegt skipbrot með fjármálakerfinu og öllu því frjálsræði sem þar ríkti. Líklegt er að sumir flokkar fari verr útúr því skipbroti en aðrir. Stórir flokkar eins og Sjálfstæðisflokkurinn gætu klofnað endanlega og aðrir horfið með öllu. Stjórnmálin munu kannski ekki breytast mikið en siðferði í stjórnmálum held ég að hljóti að batna. Það er með ólíkindum að menn hafi verið látnir komast upp með það sem viðgengist hefur hér undanfarin ár. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Bland í poka er bezt, sem & súrt með sætu, gæzkurinn minn góður.
Steingrímur Helgason, 4.12.2008 kl. 01:50
Sammála ykkur Steingrími.
Ég er ekki frá því að ég hafi vaðið í sömu villu og þú varðandi Grímana, enda er það ýmislegt sem ekki er á tæru í mínum huga þegar kemur að Íslandssögunni, því miður. Þekkingin hefur skolast til frá því á skólaárunum, þegar ég botnaði líka ekki mikið í mörgum þeim atburðum sem verið var að fræða okkur um, og ekki hef ég verið iðin við lestur sagnfræðirita síðan. Ég hef þó mjög gaman af því að lesa vel skrifaðar sögulegar (epískar) skáldsögur, byggðar á traustum heimildum og svo skáldað í eyður.
Greta Björg Úlfsdóttir, 4.12.2008 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.