3.12.2008 | 02:13
531. - "They are coming to take me away...."
Í bílnum í gær hlustaði ég á gömlu gufuna þar sem verið var segja öðru hvoru frá innrásinni í Seðlabankann og þulurinn sagði svo að með næsta lagi fylgdu kveðjur í Seðlabankann. Ég átti náttúrlega von á laginu fræga "They are coming to take me away..." en svo var ekki. Æ, ég ætti annars að hætta þessu bloggi um stjórnmál og efnahagsþvarg. Það er svo leiðinlegt. Meðan ég hef nóg að bíta og brenna væri nær að ræða um önnur málefni. Til dæmis að segja frá einhverju sögulegu. Mitt minni nær aftur í gráa forneskju sumra. Merkilegt. Ég man vel eftir því þegar það var talin klukkustundarferð í bíl að fara milli Hveragerðis og Reykjavíkur. Fimmtíu kílómetra steinninn var uppvið Kamba. Hvar hann er núna veit ég ekki. Það þótti hraustlega gert að hjóla upp alla Kamba á þeim tíma. Ekki gerði ég það oft en einu sinni man ég eftir að hafa farið alla leið upp að Skíðaskála. Með vissu millibili mátti finna glerflöskur undan gosdrykkjum við veginn. Ekki var hægt að láta hjá líða að hirða slík verðmæti og þegar komið var útundir Skíðaskála var þessi flutningur farinn að íþyngja okkur. Man þó ekki hve margir við vorum. Allir vorum við þó hjólandi og við Skíðaskálann snerum við aftur í áttina til Hveragerðis. Á leiðinni niður Kamba slitnaði keðjan á hjólinu mínu og ég gat ekki bremsað neitt. Líklega hef ég aldrei orðið hræddari á hjóli. Sem betur fór voru ekki nema tvær eða þrjár beygjur eftir þegar keðjan slitnaði svo allt fór þetta vel. Hraðinn varð samt óskaplegur. Hraðamælar voru á þessum tíma að byrja að tíðkast á reiðhjólum en ég var ekki með slíkan grip. Hraðinn hefur þó sjálfsagt náð svona sextíu til sjötíu kílómetrum á klukkustund þegar mest var. Það er ógnarhraði á holóttum malarvegi. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Já, okkar kynslóð man ýmislegt, ekki síst varðandi samgöngur. Það urðu ansi miklar breytingar á viðskiptaumhverfinu um það leyti sem við vorum að Bifröst. Nefni bara að fram að Viðreisn var aldeilis ótrúlega mikið mál að fá hjólbarða undir þá fáu bíla sem til voru í landinu. Barum hjólbarðar frá Tékkóslóvakíu (sem þá var) voru nánast það eina sem fékkst og voru alls ekki góð. Svo fóru að koma rússnesk dekk og þau voru nokkuð skárri. Fyrstu almennilegu dekkin, sem við fengum undir gamla Willys jeppann á heimilinu (CJ2A) voru frá Gislaved og voru reyndar ætluð undir fólksbíla, þ.e. ekki með jeppamynstri. En það var mikil hátíð samt að aka á þeim. Nú, svo mætti ræða vegina í löngu máli!
Ellismellur 3.12.2008 kl. 13:19
Ég man eftir gamla veginum niður kambana.. pabbi bræddi eitt sinn úr Trabant á leiðinni upp.. og lét bílinn renna alla leið til baka inn í Hveragerði og náði að parkera honum fyrir framan verkstæði.. frekar töff svona eftir á séð.. Þetta voru mikil ferðalög yfir heiðina í Eden og Mikkelsen á þessum tíma í kringum 1970.
Hvenær var heiðin malbikuð ?
Óskar Þorkelsson, 3.12.2008 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.