Það er ekki oft sem ég er sammála Agli Helgasyni. Er reyndar að mestu hættur að lesa bloggið hans. Ég er þó sammála því sem hann segir um forpokaðan hugsunarhátt nemenda við Háskólann í Reykjavík.
Að skora á skólayfirvöld að fjarlægja grein eða ræðu sem birt hefur verið á heimasíðu skólans bara af því að umræddir nemendur eru á móti lagarökum í ræðunni sýnir algjört skilningsleysi þeirra á nútíma fjölmiðlun. Ef þessum nemendum finnst ekki skólanum sæmandi að hafa þessa grein þarna þá væri nær fyrir þá að gagnrýna þá sem ábyrgð bera á því. Að biðja opinberlega um að fjarlægja eitthvað er bara til þess fallið að auglýsa það sem gagnrýnt er.
Auðvitað er ekki hægt að gera ráð fyrir að allir séu sammála þessari ræðu. Líklega hefur henni verið að ljúka þegar ég kom á fundinn. Þá var kona að tala sem var mikið niðri fyrir og hafði hátt. Ég man ekki hvað hún sagði.
Að því er Vísir segir er áskorun nemenda við Háskólann í Reykjavík svohljóðandi:
„Við, nemendur Háskólans í Reykjavík, skorum hér með á Háskólann í Reykjavík að fjarlægja ræðu Katrínar Oddsdóttur af heimasíðu Háskólans í Reykjavík. Lagarök í ræðu Katrínar sem flutt var 22.nóvember sl. eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum og langt frá því að vera í nokkru samræmi við það sem kennt er við skólann. Mikilvægt er svo laganámið og þá sérstaklega kennsla í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík haldi trúverðugleika sínum sem ,,metnaðarfullt og nútímalegt laganám" að skólinn fjarlægi frétt um ræðuhöld hennar af heimasíðu skólans. Að sama skapi finnst okkur með öllu óásættanlegt að Háskólinn í Reykjavík stæri sig af, á forsíðu heimasíðu skólans, ummælum Katrínar sem hótar ofbeldi og valdaráni í ræðu sinni. En þar kemst hún að sama skapi að þeirri niðurstöðu að valdarán sé ekki brot á lögum. Teljum við það skóla okkar ekki til sóma að fjalla um ræðu hennar á heimasíðu skólans og krefjumst þess að færslan verði fjarlægð."
Máni Atlason frændi minn stundar nám í lögfræði við Háskólann í Reykjavík og líklega er hann ekki sammála Katrínu og varla svona rugli heldur.
Í lokin eru svo fáeinar myndir sem ég hef tekið nýlega.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæll frændi.
Ég setti nafn mitt við áskorun um að ræða Katrínar yrði tekin út af síðu skólans, enda tel ég að lagadeild sem vill njóta virðingar eigi að leggja nafn sitt við nefnda ræðu. Ég hef þegar gert nokkuð af því að gagnrýna það sem fram kom í ræðunni, um það er hægt að lesa á eftirfarandi vefslóðum ef menn hafa áhuga á því:
http://mwezi.blogspot.com/2008/11/stolt-og-glei-sklans-mns.html
http://mwezi.blogspot.com/2008/11/stjrnskipunarrttarkennsla-vi-hr.html
Ræðuna má nálgast hér: http://ru.is/?PageID=2587&NewsID=2790 ef einhver hefur áhuga á að lesa hana.
Á minni síðu gerði ég tilraun til að skrifa um málið á fordómalausan og yfirvegaðan hátt og benda á hvar ég vil meina að Katrín fari með alrangt mál. Í staðinn uppskar ég þau ummæli stuðningsmanna hennar að ég gangi nú erinda flokksins, sé pabbastrákur og sé forpokaður. Engum virðist hins vegar detta í hug að halda því fram að það sé heil brú í ræðu Katrínar, enda væri virkilega erfitt að rökstyðja þau ummæli.
Hvað áskorun til skólans varðar þá á hún fyllilega rétt á sér. Nemendur lagadeildar HR vilja einfaldlega að lagadeildin njóti virðingar fyrir að kenna það sem er rétt og satt, en ekki eitthvað bull eins og ráða hefði mátt af ræðu Katrínar. Í því felst engin tilraun til að drepa niður umræðu eða hefta tjáningafrelsi hennar, enda hefur umræða stóraukist í kjölfarið (sem er gott) og birting á heimasíðu HR kemur tjáningarfrelsi Katrínar ekkert við.
Mönnum er svo auðvitað frjálst að lesa það sem ég hef skrifað á mína heimasíðu (sjá tengla hér að ofan) og áskorun nemenda við HR og álykta út frá því að ég sé forpokaður. Það verður þá svo að vera.
P.S. Ummæli Egils Helgasonar dæma sig annars alveg sjálf, hann er haldinn í einhverja heilaga krossferð gegn þeim sem hann flokkar sem útrásarvíkinga og viðskiptamógúla, og er þar genginn í lið með Andra Snæ og Einari Má. Hann er alveg hættur að einu sinni reyna að þykjast vera hlutlaus.
Máni Atlason 28.11.2008 kl. 14:55
"Ég setti nafn mitt við áskorun um að ræða Katrínar yrði tekin út af síðu skólans, enda tel ég að lagadeild sem vill njóta virðingar eigi að leggja nafn sitt við nefnda ræðu."
Þarna átti vitaskuld að standa "eigi ekki að leggja nafn sitt".
Máni Atlason 28.11.2008 kl. 15:06
Er ekki rétt að hafa í öllum greinum það sem sannara reynist? Ég er fyrirfram ekki hrifinn af byltingum.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 28.11.2008 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.