25.11.2008 | 01:32
523. - Burt með bankaleyndina
Fundurinn sem sjónvarpað var í kvöld tókst vel. Fundarstjórinn var alveg ágætur. Talaði kannski fulllengi í upphafi en stýrði umræðunum eftir það með sóma. Setti ofaní við Ingibjörgu Sólrúnu strax í upphafi þegar hún byrjaði á sinni pólitísku messu. Eftir það voru ráðherrarnir sæmilegir nema hvað Geir var alveg úti á þekju.
Einar Már var góður en það var samt verkakonan á svæðinu sem flutti flottustu ræðuna. Langeftirminnilegasta setning kvöldsins var hennar og ég setti hana einfaldlega í fyrirsögnina á þessari færslu. Til hvers höfum við þessa eilífu bankaleynd. Hún virðist vera mest notuð af glæpamönnum til að hylja slóð sína. Auðvitað væri hægt að misnota mjög afnám bankaleyndar en samt er nauðsynlegt að gera það stundum.
Þessi fundur í Háskólabíói og mótmælin á Austurvelli sem eru orðin viss passi á hverjum laugardegi eru einstök i sögu þjóðarinnar. Sumir reyna að gera lítið úr þessu og kvarta undan því að óljóst sé hverju er verið að mótmæla. Þeir hinir sömu eru ótrúlega skilningsvana. Óhugsandi er að allir geti sameinast um eina kröfu og lagt á hana sömu áherslu.
Þó ekki sé um eina fastmótaða kröfu að ræða er enginn vafi að óánægjan með stjórnvöld er mikil. Fólk legði ekki á sig að mæta ef ekkert væri á bak við það. Íslendingar eru seinþreyttir til vandræða en svo má brýna deigt járn að bíti. Ég held að stjórnarflokkarnir séu utan við sig af hræðslu við það sem er að gerast. Það er ekki bara Geir heldur ríkisstjórnin í heild sem brugðist hefur trausti almennings með öllu. Geir er enn í fullkominni afneitun. Ingibjörg segist í rauninni vera á móti ríkisstjórninni en þorir þó ekki að gera neitt.
Aldrei var nein von til þess að vantrauststillagan sem flutt var á Alþingi yrði samþykkt. Alþingi er nánast að verða stofnun sem engu máli skiptir. Þó gætu Alþingismenn vel látið að sér kveða. Þá vantar bara að losna undan þessum eilífa flokksaga sem allt er að drepa. Auðvitað hefðu kosningar nú ekki verið til neins en strax og fer að vora er nauðsynlegt að kjósa.
Af hverju er svo illa komið fyrir okkur Íslendingum eins og raun ber vitni? Mér finnst einfaldasta skýringin vera sú að stjórnvöld hafi bara verið svona ofboðslega fattlaus að þau hafi ekki gert sér grein fyrir því hvert stefndi. Það er alls ekki hægt að ætlast til þess af okkur sauðsvörtum almúganum að við höfum vit fyrir þeim. Við megum ekki vera að því.
En hversvegna í ósköpunum gerðu stjórnvöld ekki neitt. Líklegasta skýringin er sú að það lýðræði sem við búum við henti okkur ekki. Þetta er samt bara venjulegt fulltrúalýðræði eins og tíðkast um allan hinn vestræna heim. Mér finnst það einkum vera vegna þess að við erum svo fá og smá sem þetta form lýðræðis hentar okkur ekki.
Það er meðal annars útaf þessu sem ég er fylgjandi því að við göngum í Evrópusambandið. Þar er úrval mikið af mannskap til að sinna stjórnunarstörfum og ef íslenskir afglapar fá minni tækifæri til að láta að sér kveða því betra.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
tja, ég spyr bara eins og fávís ....
getur hvílt bankaleynd yfir gjaldþrota fyrirtæki sem er ekki lengur banki?
Brjánn Guðjónsson, 25.11.2008 kl. 01:52
Ef þú afnemur bankaleyndina ertu að brjóta reglur ESB, sambandsins sem þú þráir svo heitt að ganga í.
Bankaleynd er grundvöllur bankastarfsemi hvar sem er í heiminum því traust banka er bankaleynd. Ef þú afnemur hana getur þú kysst bankakerfi á Íslandi bless.
Setjum þetta upp svona, ert þú til í að næsta sunnudag fáum við, þjóðin, upplýsingar um það hversu mikið þú skuldar, hvað þú hefur í tekjur, og hversu oft (og um hve mikið) þú hefur lent í vanskilum undanfarin 10 ár? Því bankaleynd tekur á þessu.
FME hefur aðgang að öllum bankaviðskiptum án nafnleyndar og getur rannsakað hvað sem því sýnist, þegar því sýnist. Ef grunur leikur á lögbroti er mál kært og bankaleynd á ekki við.
Þú vilt fá óskorað leyfi til að rannsaka alla til að finna allt sem mögulega gæti verið misjafnt, kannski bara til að "fletta" ofan af því sem þér finnst ósanngjarnt, en er löglegt.
Eigum við kannski að taka þessa hugmynd á næsta stig, og handtaka ALLA landsmenn og svo hægt og rólega fara yfir mál hvers og eins og sleppa þeim sem eru saklausir. Þannig útilokum við glæpi algerlega.
Þessi "krafa" er sennilega með því heimskulegasta sem ég hef heyrt í lengri tíma, og hlusta ég þó oft á Silfur Egils.
Liberal, 25.11.2008 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.