20.11.2008 | 00:09
518. - Nú færist sennilega fjör í leikinn
Svei mér ef það fara ekki hausar að fjúka. Ég hef verið að glugga í umsagnir um ræðuna frægu hjá Davíð Oddssyni og sé ekki betur en eitt og annað geti leitt af því sem þar er sagt. Það má búast við að ýmislegt gerist næstu daga. Jafnvel að afsögn Guðna Ágústssonar verði smámál. Það er samt ekkert fyndið við ástandið á landinu núna þó erfitt sé að taka það alvarlega. Að mörgu leyti minnir þetta allt saman á lélega gamanmynd. Ætlar þetta engan endi að taka. Er yfirríkisstjórnin kannski í Seðlabankanum? Sumir hafa gefið það í skyn. En þetta eru skemmtilegir tímar þó kreppufjandinn sé það ekki. Margt er að gerast og eflaust er margt eftir enn. Davíð á förum og ríkisstjórnin hugsanlega líka. Nú er vitað að allir helstu ráðamenn þjóðarinnar vissu að minnsta kosti í febrúar síðastliðnum hvert stefndi með fjármálakerfið íslenska. Ég tek undir það með Friðriki Skúlasyni að fróðlegt væri að fá nákvæmt yfirlit yfir það hverjir forðuðu sínum fjármunum á öruggari staði eftir að þetta varð ljóst. Ég er næstum viss um að allir ráðherrarnir hafa gert það og sennilega miklu fleiri. Með því hafa þeir að sjálfsögðu fyrirgert rétti sínum til áframhaldandi setu í valdastöðum og hugsanlega brotið lög. Þónokkur komment fékk ég í kommentakerfið mitt vegna orða minna um EU aðild og Samfylkinguna. Ég gæti vel haft um nóg að skrifa þó ég skrifaði eingöngu um Evrópumál. Mér liggur bara svo margt annað á hjarta að ég á erfitt með að einbeita mér að því. Athyglisverðust þóttu mér þessi orð Þorgeirs Ragnarssonar: Og hvaða lausnir býður Samfylkingin upp á? ESB og evru, jafnvel þótt vitað sé að evran verði í fyrsta lagi komin til skjalanna eftir að kreppan verður liðin hjá. Svar Samfylkingarinnar er það að henda sjálfstæði landsins í ruslið og ganga í ríkjasamband þar sem áhrif okkar verða engin og ein helsta auðlind landsins verður afhent skriffinnum í Brussel. Þetta er það sem ég hef kallað landráðakenninguna. "Að henda sjálfstæði landsins í ruslið" er ágæt myndlíking en ekkert meira. Ég gef lítið fyrir svona málflutning. Vissulega er þó að mörgu að hyggja en nærtækast er að horfa á hvernig öðrum smáþjóðum hefur gengið að fóta sig á Evrópubandalagssvellinu. Vinsamleg samskipti við aðra hljóta ævinlega að kalla á einhverja eftirgjöf. Hver hún verður er að sjálfsögðu undir okkur sjálfum komið. Lítum ekki bara á Evrópu. Lítum einnig á aðrar heimsálfur. Ríki Bandaríkjanna eru um margt lík þjóðríkjum. Söguleg arfleifð er þó ekki mikil þar eftir að Indíánum var útrýmt. Viljum við vera eins og Amish-fólkið er þar og afneita öllu sem nýmóðins er? Ef við neitum öllum samskiptum við aðra nema á okkar eigin forsendum getum við endað einhvern vegin þannig. Ég get ekki séð að þau ríki sem gegnið hafa í Evrópubandalagið hafi týnt sjálfstæði sínu. Norðmenn hafa hingað til verið okkur góð fyrirmynd í Evrópuandúðinni en svo getur vel farið að þjóð af þeirra stærðargráðu og með gnægð olíupeninga einangrist á endanum ef hún heldur áfram að fúlsa við öllu sem að EU snýr. Mér finnst að við ættum að vera á undan Norðmönnum í Evrópubandalagið því þeir enda þar líka. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæll frændi.
Varðandi það að ríki ESB hafi glatað sjálfstæði sínu vil ég bara benda á að æðsta framkvæmdarvald, dómsvald og löggjafarvald nefndra ríkja er í Brussel (og að litlum hluta í Strasbourg hluta árs). Stór ríki á borð við Frakkland, Þýskaland og Bretland hafa vissulega enn mikið að segja um löggjöfina, en hætt er við að Ísland hefði afar lítið að segja um þá löggjöf og það framkvæmdavald sem kæmi fram í nafni Íslands, gengi landið inn í ESB.
Það er mikilvægt að átta sig á því að ESB virkar eins og ríki, ekki eins og samstarf. Hvers vegna ætti ESB annars að þurfa að hafa fána, þjóðsöng, utanríkisráðherra og her, ef það væri ekki ríki. Að ganga í ESB er að innlima Ísland í annað ríki.
Mönnum er svo auðvitað frjálst að vilja gera Ísland að fylki innan ESB, en það er þá mikilvægt að þeir átti sig á því hvað í því felst. Sjálfur er ég ekki hrifinn af hugmyndinni en finnst Evrópusambandið þó áhugavert fyrirbæri og hef haft gaman af að kynna mér það.
Máni Atlason 20.11.2008 kl. 01:01
vel mælt Sæmi !
Óskar Þorkelsson, 20.11.2008 kl. 11:57
Er víst að allir ráðamenn ráðherrar hafi í febrúar vitað að hverju fór? Átti ekki Þorgerður Katrín og maðurinn hennar eftir að bjarga miklu af sínum sjóðum þegar ólagið dundi yfir?
Ég er ekki viss um að þetta fólk hafi séð lengra fram en þú og ég -- fyrr en eftir á. Eins og við.
Og svona til umhugsunar: Hvað erum við alltaf að tala um evrur og esb og viljum svo fá öll lán í US-dollurum, sama hver lánar okkur? Hvað er nú að evrunni?
Sigurður Hreiðar, 20.11.2008 kl. 12:42
góð grein hjá þér Jón Frímann.. mjög góð.
Óskar Þorkelsson, 20.11.2008 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.