19.11.2008 | 00:05
517. - Samfylkingin þarf að fara að sýna tennurnar. Það vinnst ekkert á því að vera bara viðhengi Sjálfstæðisflokksins
Já ég kaus Samfylkinguna í síðustu kosningum og fannst óvitlaust hjá Ingibjörgu að þiggja stjórnarþátttöku með Íhaldinu. Það er ekki fyrr en núna í bankakreppunni sem ég er farinn að verða verulega óánægður með stjórnarþátttöku Samfylkingarinnar. Það er ekki hægt að lafa endalaust í kjólfaldi Geirs. Það þarf að gera eitthvað. Það þarf að tala við fólk og útskýra hvað er að gerast. Ekki bara með fáeinum orðum á misheppnuðum blaðamannafundum eða nokkrum setningum í Silfri Egils. Heldur með samtölum við venjulegt fólk. Fundum út um allt. Fjölmörgum. Ef einhvern tíma var ástæða til að reka pólitískan áróður þá er það núna. Eigum við að horfa uppá að allt sem boðið er uppá séu afsagnir fáeinna framsóknarmanna og bollaleggingar um það hvort Þorgerður Katrín þori hugsanlega í formannsslag við Geir góða? Þegar einhver af forystumönnum Samfylkingarinnar sýnir örlítið sjálfstæði gagnvart yfirgangi Sjálfstæðisflokksins skal ég viðurkenna að það er ef til vill ekki þeirra æðsti draumur að hanga á ráherrastólunum eins og hundar á roði. Fyrr mun ég ekki gera það. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að Samfylkingarforkólfar ætli sér að sitja út núverandi kjörtímabil í óbreyttu stjórnarsamstarfi eins og ástandið í þjóðmálum er. Með því tryggja þeir að Samfylkingin verður aldrei annað en lítill flokkur hræddra sérvitringa og valdastreitumanna. Af hverju aðhafðist Samfylkingin ekki neitt þó ráðherrum í ríkisstjórninni hafi verið það mæta vel ljóst lengi að í óefni stefndi? Af hverju eru ráðherrar Samfylkingarinnar allir í felum og þora ekki að segja neitt? Ingibjörg segist vera á móti veru Davíðs í Seðlabankanum en lætur þar við sitja. Eru forystumenn flokksins tóm dusilmenni og hengilmænur? Sá áðan í sjónvarpinu Guðbjörgu Hildi bloggvinkonu mína. Hún var þar að ræða um blogg og annaðhvort kom það fram í hennar máli eða þáttarstjórnanda að þeir sem ég hef viljað kalla forsíðubloggara hjá Moggablogginu séu 200. Margt annað athyglsvert kom þarna fram og ég er alls ekki frá því að talan 200 sem þær nefndu sé mjög nærri lagi. Þegar ég var að byrja að blogga minnir mig að ekki hafi þurft nema svona 250 gesti á viku til að komast á vinsældalistann yfir þá 400 bestu. Nú virðist þurfa hartnær 600 gesti til að ná því sama. Samkvæmt þessu eru vinsældir Moggabloggsins mikið að aukast. Mig minnir að það kæmi einnig fram í áðurnefndum sjónvarpsþætti að Moggabloggarar líti niður á aðra slíka. Það væri þá athyglisverður viðsnúningur því upphaflega var litið mjög niður á Moggabloggararæflana. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
algerlega sammála þér Sæmi. góður pistill hjá þér.
Þetta er einhver aumasta ríkisstjórn frá stofnun lýðveldisins.
Óskar Þorkelsson, 19.11.2008 kl. 00:11
Það voru mistök hjá þér að kjósa Samtrygginguna, afsakið Samfylkinguna, Sæmundur. Þessi flokkur er handónýtur, búinn til úr afgögnum.
Samfylkingin hafði bara eitt á stefnuskrá sinni fyrir síðusta kosningar, og það var að vera í ríkisstjórn.
Núna hefur þessi hentistefnuflokkur það á stefnuskrá sinni ESB, Evra og Davíð Oddsson.
Adam Freyr Ólafsson 19.11.2008 kl. 08:55
Mér hefur alltaf fundins Samfylkingin ótrúverður flokkur,kannski allt í lagi meðan allt lék í lindi, en ef að þarf að fara taka erfiðar og óvinsælar aðgerðir þá veit ég að hann hleypur í burt með skottið milli lappana.
Ragnar Gunnlaugsson, 19.11.2008 kl. 09:50
Nú þegar búið er að skerpa á því sem þegar var vitað fyrir, þ.e. að ríkisstjórnin, bæði Samfylking og Sjálfstæðisflokkur, vissu af yfirvofandi neyðarástandi, þá reynir Samfylkingin allt til þess að varpa ábyrgð frá sjálfri sér. Ekkert getur breytt þeirri staðreynd að Samfylkingin brást ekki við og sat í stjórn þegar hrunið dundi yfir.
Og hvaða lausnir býður Samfylkingin upp á? ESB og evru, jafnvel þótt vitað sé að evran verði í fyrsta lagi komin til skjalanna eftir að kreppan verður liðin hjá. Svar Samfylkingarinnar er það að henda sjálfstæði landsins í ruslið og ganga í ríkjasamband þar sem áhrif okkar verða engin og ein helsta auðlind landsins verður afhent skriffinnum í Brussel.
Eins og venjulega verður lýðskrums leiðin fyrir valinu hjá Samfylkingunni. Þetta lið heldur því fram að evran ein geti bjargað þjóðinni og það þrátt fyrir að nú sé viðskiptajöfnuður orðinn jákvæður, sem hjálpar okkur í kreppunni, þökk sé krónunni. En lýðskruminu er vel tekið í þjóðfélaginu að mestu leyti vegna þess að að stór hópur fólks tók áhættusöm gjaldeyrislán og getur nú ekki með nokkru móti viðurkennt mistök sín. Þetta fólk er að hugsa um eigin hagsmuni þegar það óskar eftir evru, ekki hagsmuni landsins og ALLRAR þjóðarinnar.
Ef við hefðum haft evru nú þegar kreppan reið yfir hefði aðlögunin og neyslubremsunin gengið miklu hægar yfir. Það þýðir einfaldlega það að fólk hefði haldið áfram að eyða um efni fram langt fram eftir öllu og staða grunnatvinnuvega hefði ekki skánað.
Þorgeir Ragnarsson 19.11.2008 kl. 10:54
Ja bragd er ad ta barnid finnur !
Eg segi nu ekki annad.
Og nu er tad ad koma i ljos ad Sedlabankastjorarnir attu 6 krisufundi med Geir Haarde, Arna Matt og INGIBJORGU SOLRUNU GISLADOTTUR, tar sem varad var vid erfidri stodu bankanna.
Samt sagdi hun ekki Bjorgvini G. ne odrum samradherrum sinum i Samfylkingunni fra tessum fundum eda hvad tar hefdi komid fram.
Hvar eru "samraedustjornmalin" nu !
Hvar er Borgarnesraedan nu !
Hvurslags eiginlega er tetta. Tarf tessi manneskja ekki ad taka abyrgd a tessu pukri sinu og upplysingaleysi i jafn alvarlegu mali og hrun efnahagskerfisins er.
Ef tessi manneskja segir ekki af ser, ta verdur Bjorgvin G. ad gera tad til tess ad motmaela svona medferd og virdingarleysi gagnvart ser og embaetti sinu.
Eg vorkenni nu Bjorgvini G. og skil ad abyrgd hans var miklu minni en eg adur helt.
En stada og abyrgd Ingibjargar Solrunar er svo sannarlega alvarleg svo ekki se meira sagt.
Svo er eg innilega sammala tvi sem Adam Freyr segir her. Samfylkingin hefur nefnilega engar lausnir a vandamalunum og eg treysti teim alls ekki til tess ad leida tjodina okkar utur tessum hremmingum.
Teir hafa engar lausnir ne stefnu nema koma okkur i ESB med godu eda illu og svo ad pua a David Oddsson en gera svo ekkert i tvi.
Tetta er tvilikur lydskrumara flokkur VALDA OG PUKURS og hefur nu lika synt sig i ad vera LANDRADAHYSKI sem er alls ekki treystandi fyrir tjodarhagsmunum
Gunnlaugur Ingvarsson 19.11.2008 kl. 12:42
Mikið asskoti hittiði vel á naglann, engu líkara en þið hafið verið með hamarinn, en ekki á milli hauss og höfuðs, eins og þessi glæpsamlegi almenningur sem var svo vitlaus að taka sér lán í erlendri mynt og jarmar nú á evru. Það er svo gaman að ykkur þessum dollaraköllum. Ég held að flestir sem "vilja evru" geri sér grein fyrir því að til þess að eitthvert vit verði fyrir fólk að búa á Íslandi, nema til þess að vinna,éta og sofa, þá verðum við að ganga í ES. Ef við töpum einhverju af sjálfstæðinu við það, þá verður bara að hafa það. Mér hrís hugur við því að búa við það "sjálfstæði" sem við búum við núna og höfðum búið við s.l. áratug. Og ég er alveg sáttur við að "afhenda sjálfstæðið einhverjum skriffinnum í Brussel" ákvörðunarrétt um hvað á að gera í bankakrísum, eins og þeirri sem nú ríður yfir. Get allavega ekki séð að sjálfstæðið hjálpi einum eða neinum að hanga á horriminni hér á landi. Svo röfla þeir sem eru á móti ES-aðild um að við missum yfirráð yfir auðlindunum og þá er átt við fiskikvótann, en mig langar að biðja menn að spyrja sjálfa sig einnar spurningar: Á ég mikinn kvóta og ræð ég einhverju um það hverjir veiða kvótann, ef ég á einhvern? Það er engu líkara en allt hrynji til andskotans ef þessir hefðbundnu útgerðarsjálfstæðismenn þurfa að taka þátt í íslensku þjóðlífi, t.d. með sköttum og slíku. Og dettur einhverjum í hug að fiskveiðar leggist niður við landið ef við göngum í ES?
Kristján Elíasson 19.11.2008 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.