16.11.2008 | 00:18
514. - Krafan er: Davíð í burtu og helst einhverjir fleiri líka
Jafnvel æstustu stuðningsmenn Davíðs Oddssonar viðurkenna að hann hafi varla gert annað en tómar vitleysur að undanförnu. Mjálma samt eitthvað um að ekki megi persónugera núverandi vandræði. Þegar Davíð loks hætti í stjórnmálum fyrir nokkrum árum sætti fólk sig við að hann færi í seðlabankann því bankinn var og er álitinn nokkurskonar elliheimili fyrir afdankaða stjórnmálamenn. Fólk bjóst ekki við að hann mundi valda skaða þar. Annað hefur komið á daginn og það er engin furða þó fólk vilji fyrir hvern mun losna við hann úr bankanum.
Við skulum bara átta okkur á því", segi ég í Reykásstíl, að við höfum aldrei fengið að vita hvað þetta icesave-mál snýst um í raun og veru. Ráðamenn hafa aldrei fengist til að segja um hvað er deilt. Hinir svosem ekki heldur enda hefur Geir eflaust beðið þá að þegja yfir því sem fram fer á fundum. Fyrir okkur er þetta lífsspursmál og almenningur þarf sannarlega að fá að segja sitt álit á þessum farsa öllum. Ekki bara mæna á Geir og Sollu á blaðamannafundum þar sem þau hafa ekkert að segja.
Mér fannst greiðsluvísitalan (það er greiðslan) ekkert flott hjá þeim skötuhjúunum þar sem þau stóðu framan við Drekkingarhylsmyndina á blaðamannafundinum. Geir verður alltaf illur og skömmóttur á þessum blaðamannafundum jafnvel þó hann sé spurður ofur varlega.
Geir hefur reynt að telja okkur trú um að Bretar og Hollendingar krefjist þess að við borgum svona 600 milljarða. Ég held ekki að það sé það sem krafist er. Þegar honum lokst tekst að semja um eitthvað miklu minna þá verður hann eflaust voða rogginn og þykist hafa gert vel. Drífur samkomulagið í gegnum þingið og þykist geta setið að völdum lengi enn útá afrekið.
Byrjaði að horfa á Kátu Maskínuna hans Þorsteins J frá því á fimmtudaginn en varð því miður að gefast upp. Ég er ekki sammála honum um að gamlar og lélegar vídeóupptökur eigi erindi til almennings bara vegna þess að þær eru gamlar og lélegar. Fleira þarf að koma til.
Það er misskilningur af versta tagi hjá Jóni Ásgeiri að hægt sé að höfða mál gegn manni fyrir það eitt að bera upp spurningu eða spurningar. Hins vegar verða bankastjórarnir að eiga það við sjálfa sig hvort þeir svara því sem þeir eru spurðir um eða ekki. Jafnvel kæmi til greina að reka þá með skömm ef þeir svara ekki.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
góður pistill Sæmi og þú segir það sem ég hef verið að velta fyrir mér lengi.. Um hvað er raunverulega verið að semja.. og ég held að þú hittir naglann á höfuðið með Geir og það að hann komi seinna með grobbnar yfirlýsingar um stórsigur í icesafe.. við þurftum ekki að borga 600 milljarða heldur bara 350...
Solla varð uppvís að hreinni lýgi í vikunni.. en það skrifaði ég um á mínu bloggi í fyrradag..
Óskar Þorkelsson, 16.11.2008 kl. 00:24
Hvaða skaða hefur Davíð ollið? Var það þegar hann fór fram með fjölmiðlalögin á sínum tíma? Var það þegar hann sagði nei við Glitnis mafíuna um að fá peninga íslenskra skattgreiðenda til að greiða fyrir áframhaldandi sukki óreiðumanna?
Þið þurfið nú að fara að staldra aðeins við og horfa yfir veginn og hætta að' láta mata ykkur á skoðunum Baugsmiðlanna!
Elías 16.11.2008 kl. 03:29
Elías fylgist greinilega ekki mikið með eða hefur ekki kunnáttu til að greina atburðarrásina. Þú ættir að lesa erlendar greinar sérfræðinga um hagstjórnina í landinu eða bara greinar íslenskra sérfræðinga um sama hlut.
Davíð þarf að drulla sér úr bankanum þó ekki væri nema til þess að önnur ríki hætti að hlæja að okkur. Og til að hafa það á hreinu þá er ég engan veginn á móti Davíð að öðru leyti. Ég hafði mikið álit á honum sem stjórnmálamanni en hérna er hann gjörsamlega vanhæfur.
Sigurgeir 16.11.2008 kl. 07:24
ég tek undir með Sigurgeiri. vera Davíðs er eins og vera fíls í glervörubúð. hann hefði örugglega getað komið á fjölmiðlalögum, hefði hann haft til þess vit og þroska að gera það í sátt og samvinnu við þingið, en ekki í þessu bræðisofforsi sem hann gerði það.
einkenni Davíðs eru nefnilega bræði og offors.
Brjánn Guðjónsson, 16.11.2008 kl. 11:48
Ceaucescu Oddsson hefur ekki ollið neinum skaða en hann hefur valdið gríðarlegum skaða í frekju og ofsa dæmigerðs alkóhólista sem kennir öllum um nema sjálfum sér. Maðurinn er heilaskemmdur og ótrúlegt að flokksmenn hans hafi ekki fyrir löngu síðan áttað sig á því og ýtt honum burtu.
corvus corax, 16.11.2008 kl. 12:18
Að sjálfsögðu á að persónugera vandann, ef einhver brýst inn hjá þér og stelur öllu steini léttara þá að sjálfsögðu persónugerir þú þjófnaðinn. Að fara fram á að persónugera ekki ástandið er eins og að samþykkja þjófnaðinn.
Stefán Pétursson 16.11.2008 kl. 17:10
Ég er að vanda sammála þér.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 16.11.2008 kl. 17:20
Við fengum ekki bara Breta og Hollendinga, heldur allt ESB á móti okkur, vegna yfirlýsinga Davíðs í sjónvarpi og þvermóðsku Árna Matt í samningum um Ice-save. Þetta tvennt stórskaðaði samningsstöðu okkar og leiddi til þess að þjóðin var sett í herkví ótta og óvissu. Við höfðum enga samningsstöðu til að segja : Við borgum ekki. Það einungis leiddi til að hinir bankarnir féllu og með því að viðurkenna ekki EES-samninginn, sem við vorum aðilar að, gáfum við Bretum færi á að setja á okkur hryðjuverkalög, sem leiddi svo til að eignir bankanna rýrnuðu að verðmæti. Svo spyr maður sig, var samræmd stefna um þessi mál í Ríkisstjórn á sínum tíma eða var þetta bara óðagot og misvísandi stefna, Davíð sagði þetta og Árni Matt þetta og ráðherrar Samfylkingar komust hreinlega ekki að, fyrr en eftir að Ingibjörg kom heim og svo lýsir Samfylking yfir að Seðlabankastjóri starfi ekki í hennar umboði og Geir bara ypptir öxlum og segir "So what" Ef þetta er allt satt, eða þó ekki væri nema eitthvað af þessu, þá er ekki nóg að búa bara til gott áramótaskaup um þetta eftir á, heldur verðum við að læra af þessu og það er ekki hægt, nema einhver verði sóttur til saka um þessi mál.
Máni Ragnar Svansson, 16.11.2008 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.