505. - Hver og hver og vill? Vera eitt stykki aðstoðarstimpill

Við Íslendingar finnum nú hvernig það er að vera fátækur og vinalaus í veröldinni. Hingað til höfum við álitið okkur yfir aðra hafna. Ég trúi því samt að við séum svo dugleg að jafnvel þó allir bregðist getum við unnið okkur út úr þeim vanda sem við blasir. Hann er stór því örugglega munu engir hjálpa okkur fyrr en við samþykkjum að annarra þjóða fólk sé jafnrétthátt okkur. Stjórnvöld sviku okkur.

Jóhann Björnsson sálfræðingur spyr: Hvað eru Alþingismenn að gera með aðstoðarmenn ef það er ekkert að gera hjá þeim? Góð spurning hjá Jóhanni. Alþingismenn sjálfir kvarta undan því að vera bara notaðir sem stimplar. Eru þeir þá að ráða aðstoðarstimpla? Ömurlegt starfsheiti það.

Sigurbjörg Árnadóttir hefur komið fram víða að undanförnu og lýst ástandinu í Finnlandi í byrjun síðasta áratugar síðustu aldar þegar bankakreppan skall þar á. Vel getur verið að hún máli með nokkuð dökkum litum en hvar höfum við Íslendingar verðið á þessum tíma ef við höfum ekkert heyrt af þessu fyrr? Og svo ætlumst við til að aðrir komi hlaupandi þegar á bjátar hjá okkur.

Góðir hlutir gerast hægt en það getur allt farið til fjandans á örskotsstundu. Nú er liðinn meira en mánuður síðan allt fór á versta veg hér á Fróni en samt er eiginlega ekkert að gerast. Orka ráðamanna fer einkum í að halda hlutum leyndum. Þeir virðast vera að hamast við að halda lokinu á pottinum. Á endanum verður þrýstingurinn samt áreiðanlega of mikill fyrir þá.

Ef hægt er að kenna einhverjum um hvernig fór er nærtækast að benda á þá sem setja áttu reglurnar og fylgjast með framkvæmd þeirra. Semsagt Fjármálaeftirlitinu. Þegar allt fer í köku er þeim hæfustu auðvitað falið að leiða tilraunir til bjargar. Semsagt Fjármálaeftirlitinu. Svona er Ísland í dag.

Vinsælt er um þessar mundir að tala í viðtengingarhætti um evruna og annað sem tengist efnhagsástandinu. Ef evran hefði verið tekin upp á þessum tíma og þetta og þetta hefði verið gert þá.....

Svona fabúleringar eru lítils virði. Stjórnmálamönnum hættir til að láta svona og þykjast með því hafa vit á ýmsu þó þeir viti lítið í sinn haus flestir hverjir.

Burt með spillingarliðið.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég skal vera fyrstur til að kasta steini í mig.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 9.11.2008 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband