503. - Við erum öll vond og ævintýrin gera okkur enn verri því þau magna í okkur meðvirknina

Blogg mitt númer 501 um svarta hundinn hefur kallað á nokkur komment. Meðal annars segir Sigurður Þór:

VIð erum vond en ekki full af einhvejrum umfaðmandi kærleika. Eins gott að viðurkenn það. Og ekkert væl! 

Þetta er ef til vill mergurinn málsins. Ef við trúum því að mannskepnan sé í eðli sínu vond er allt tilgangslaust. Sumum gæti jafnvel dottið i hug að fara að tala um erfðasyndina. Öll heimsins pólitík og allar trúmálaþrætur veraldarinnar eru hjóm eitt og hismi ef vonska er eðli mannsins. Ómögulegt er að halda sönsum nema trúa því að mannkyninu fari eitthvað fram.

Hinn allt umfaðmandi kærleikur sem Sigurður talar líka um er svo alt annað mál. Hann er engan vegin sjálfsagður sem andstæða illskunnar heldur einungis keppikefli sumra. Það er vel hægt að vera ekki vondur án þess að vera endilega góður.

Íslenska þjóðarsál dreymir um hugprúðan riddara sem kemur á hvítum hesti og berst við hrímþursann eldspúandi og ógurlega og hefur auðvitað sigur að lokum.

Einhver alvinsælasta sagan á Íslandi fjallar einmitt um þetta. Kvikmynd í mörgum hlutum var gerð eftir sögunni og varð feikivinsæl. Nafnið á sögunni var vel hægt að setja í samband við vinsælasta samkvæmisleikinn á Íslandi. Sá leikur snerist um Baugsmál hin fyrri.

Þar var bæði hægt að finna hetjur og skúrka eins og í fornum ævintýrum. Þar börðust vinsælasti riddarinn og aðalskúrkurinn og veitti ýmsum betur. Svo fór þó að lokum að riddarinn hugumstóri særðist nokkuð og hvarf af vettvangi í bili.

Ekki var þó aðalskúrkurinn eða kóngurinn allskostar ánægður með þau málalok. Að lokum ákvað hann að kveikja í kóngsríkinu til að sjá hvort riddarinn kæmi ekki þjótandi til að bjarga því sem bjargað yrði.

Og sjá. Ekki leið á löngu áður en riddarinn þeysti í hlað. Bardagi hans við kónginn hófst að nýju. Þrátt fyrir að eldurinn kæmi riddaranum illa reis hann jafnan upp þar sem hans var síst von og lagði til kóngsins. Enn standa Baugsmál hin síðari sem hæst og óséð hvernig þeim lýkur. Meira að segja er ekki enn hægt að sjá hvernig gengur að slökkva þá elda sem kóngurinn kveikti.

Burt með spillingarliðið.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband