6.11.2008 | 00:07
502. - Um Samuel Langhorne Clemens og tungumálið þýsku
Árið 1880 skrifaði bandaríski rithöfundurinn Mark Twain grein sem hann kallaði "The Awful German Language." Ég las þessa grein einhvern tíma fyrir óralöngu og man að þar hæðist Mark Twain á sinn einstaka hátt að þessu tungumáli í löngu og ítarlegu máli og með ýmsum dæmum. Síðan þetta var hef ég alltaf haft heldur horn í síðu þýskunnar þó ég viðurkenni auðvitað að hún sé sannkallað heimsmál. Ég skil mun meira í henni en í flestum öðrum tungumálum. Undanskil þó íslensku, ensku og dönsku. Kunnátta í íslensku leiðir síðan sjálfkrafa af sér skilning á færeysku og ég er alveg sammála því að með dönskukunnáttu megi komast langt í skilningi á norsku og sænsku. Ég er samt með öllu ótalandi á þýsku. Hörður Haraldsson spretthlaupari og teiknari með meiru átti að kenna mér þýsku þegar ég var við nám á Bifröst í Borgarfirði um 1960. Það gekk illa en ég man að við nokkrir nemendur hans tókum upp þann sið að nota fáeinar þýskar setningar í tíma og ótíma (eflaust aðallega í ótíma) Við Sigurjón Guðbjörnsson tókum til dæmis upp á því að segja ævinlega þegar okkur þótti einhver komast vel að orði: "Sehr shön Bemerkung, nicht war?" Þetta gerðum við náttúrlega til að svo liti út að við kynnum þýsku og svo þótti okkur þetta fyndið. "Ich habe gewesen sein" var líka vinsæl setning en þýðir mér vitanlega ekki neitt sérstakt og er bara hrúga af hjálparsögnum. Örfáar vísur kann ég á þýsku: Wer nicht liebt Weib, Þetta er mér sagt að sjálfur Marteinn Lúther hafi látið frá sér fara og hefur það verið þýtt þannig á íslensku: Sá sem ekki elskar vín, Upphafið að kvæðinu fagra um Lórelei eftir Heinrich Heine minnir mig að sé svona: Ich weiss nicht was soll es bedeuten Þetta var snilldarlega þýtt á íslensku þannig: Ég veit ekki af hvers konar völdum Mér finnst eins og Jónas Hallgrímsson hafi þýtt þetta, en er þó ekki viss. Því er ég að fjasa þetta um þýsku að þó ég lesi yfirleitt ekki gestabækur þá las ég áðan gestabókina á vef konunnar minnar (123.is/asben). Systir hennar bjó árum saman í Þýskalandi og þarna er að finna ýmislegt um þýsku og á þýsku. Ólína Þorvarðardóttir sendir bloggvinum sínum öllum brýningu í bankakreppunni og ég er að hugsa um að hlýða henni að hluta. Hún og Lára Hanna eru báðar áberandi í bloggheimum og skeleggar í pólitíkinni eða það finnst mér. Burt með spillingarliðið. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Mér þykir afskaplega vænt um nokkra bloggara hér á mbl.is. Flestir eru þeir karlar og af einhverjum ástæðum ( eðlilegum, ef litið er á statistík) byrja nöfn þeirra flestra á S.
Þessi væntumþykja stafar af því að þeir rita svo fallegt mál og stundum þeysa þeir fram á ritvöllinn með pennann að vopni til þess að verja sína huldumey: íslenzka tungu. Ekki mun af veita í því glórulausa náttmyrkri, sem menn eru að fálma sig fram í þegar kemur að málmeðferð. Fyrir mig sem eftir langa ,langa útivist í allnokkrum löndum er að reyna að endurvekja móðurmálið, eru margir bloggarar og mbl.is málskemmandi, því miður. Ég vil hvetja "málperverta" og beturvitringa að sitja fast við sinn keip og róa öllum árum að bættri málnotkun.
Þökk sé Sæmundi og þeim öllum.
(Ég varð fyrir vonbrigðum með veðurvitann þegar hann afneitaði jazzinum. Og meira að segja tvisvar!)
S.H. 6.11.2008 kl. 09:48
Ég held að Steingrímur Thorsteinsson hafi þýtt Lorelei og jafnvel einhver annar, en ekki Jónas Hallgrímsson.
En Jónas þýddi annað kvæði eftir Heine. Það heitir í þýð ingu hans Sæunn hafkona og hefur svipað þema.
S.H. 6.11.2008 kl. 10:10
Sæll Sæmundur
Skemmtilegur pistill hjá þér!
Auðvitað finnst mér þýskan á eftir íslenskunni vera næst fallegasta tungumál í heimi!
Á þessu tungumáli hafa verið mörg af fallegustu ljóðum og bókum, sem samin hafa verið.
Þýsk menning er þó annað og meira, því hvergi annarsstaðar hefur verið samið annað eins ógrynni af sígildri tónlist og þar í landi.
Að auki eiga og áttu þjóðverjar óteljandi fræga málara og myndhöggvara og arkitekta o.s.frv.
Hvað uppfinningar varðar, komast fæstir með tærnar þar sem þeir hafa hælana.
Það er virkilega skömm að því, hvernig síðari heimsstyrjöldin og nasisminn færði Ísland og reyndar öll Norðurlöndin í burtu frá þessu móðurlandi germanskrar menningar, sem við auðvitað tilheyrum.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 6.11.2008 kl. 12:05
Hér segir frá annars konar "Lorelei" sem seiðir menn til sín með "trolska kvad" (kvad= kvæði eða þula) Hægt er að hlusta á Jussi Björling syngja þetta yndislega fallega á www.YouTube.com ef maður skrifar inn titilinn.
Jungfrun under lind.
Ljóð: Ernst von der Recke. Lag: Wilhelm Peterson-Berger.
I våren knoppas en lind så grön
med rosor och marsviol.
Där under sitter en jungfru skön
och sömmar i klaran sol.
Själv är hon liksom en sol i vår
som äpplet är hennes kind.
När hon vid spegeln slår ut sitt hår
det faller som blomster från lind.
Som solen fångas av lindens blad
så fängslar hon håg och sinn,
så har hon mig bundit med trolska kvad
och tagit mitt hjärta in.
S.H. 6.11.2008 kl. 21:14
Yndislegt lag og ljóð, sem ég hef sjálfur sungið og nokkrir nemenda minna!
Takk fyrir ábendinguna með Jussi Björling!
Allt er nú að finna á "You Tube"!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 6.11.2008 kl. 22:12
Hlustaði á Björling!
Yndislegt!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 6.11.2008 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.