499. - Það kreppir að í bloggheimum

Lítið bloggað í kvöld. Svo lítið að líklega rekast fáir hingað inn. Samt ætla ég ekki að sleppa þessum degi.

Fór í dag í IKEA og fékk mér sænskar kjötbollur eftir að hafa skoðað vörur þar í smátíma. Já, það er erfitt að skoða draslið í IKEA.

Skrapp í Hveragerði í gær og fékk nokkrar gamlar myndir hjá Bjössa. Fór með þær til Guðjóns ritstjóra í dag því þær eiga að vera með Bláfellsgreininni í nóvemberheftinu af Heima er bezt.

Nei, svona dagbókarskrif henta mér ekki. Skárra að blogga ekki neitt ef maður hefur ekkert að segja.

Séra Svavar Alfreð á Akureyri bloggar um Íslenska orðræðugreiningu ehf og Ólína á Ísafirði um skuldhreinsun. Þetta er vel að orði komist hjá báðum. Jafnast þó ekki á við áruhreinsunina í Hafnarfirði. Það er einfaldlega sprotafyrirtæki aldarinnar.

Kíki alltaf öðru hvoru í Google readerinn en annað hvort hef ég sett of marga í hann eða þá að ég fer of sjaldan þangað því venjulega eru innleggin svo mörg að ég nenni varla að lesa þau öll.

Frá því var skýrt í fjölmiðlum að nýlegar rannsóknir hafi sýnt að frekar kvikni í nýjum og dýrum bílum en gömlum druslum. Þetta er merkilegt rannsóknarefni og mér dettur ekki í hug að halda að snáparnir séu að gefa í skyn að kveikt hafi verið í bílunum. Þá hefðu þeir einfaldlega sagt það.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður spennandi að sjá hvað blogg nr. 500 hjá þér kemur til með að fjalla um. Ertu að geyma einhverjar rúsínur þangað til?

Ellismellurinn 4.11.2008 kl. 07:25

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Kveikt í bílum? Nei, það getur ekki verið.

Emil Örn Kristjánsson, 4.11.2008 kl. 13:29

3 identicon

já, ég bíð spennt hérna í flensunni eftir að sjá blogg nr. 500 :) Vonandi verður það um það að Obama hafi unnið kostnngarnar vestra.

alva 4.11.2008 kl. 14:12

4 Smámynd: Beturvitringur

Allir nýlegir bílar og þeir dýrustu eru með hönnunargalla í vindlingakveikjaranum. Hefði átt að innkalla þá strax.

Beturvitringur, 4.11.2008 kl. 23:42

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já Áruhreunsunin er sannarlega sprotafyrirtæki aldarinnar, nema ef vera skyldi stofnfrumunuddstofan.  Nú er það máske eina von okkar að slík hugmyndaauðgi fái að blómstra. 

Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2008 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband