491. - Íslenskt þjóðfélag tók ótrúlega miklum breytingum því við gátum útvegað peningana."

"Því við gátum útvegað peningana" hefur Hildur Helga Sigurðardóttir eftir Björgólfi Guðmundssyni á sínu bloggi og vitnar þar í viðtal við hann í Morgunblaðinu. Það kæmi mér ekkert á óvart þó útrásarvíkingarnir upp til hópa álíti sig vera sérstaka velgerðarmenn íslensks þjóðfélags. Viðtöl af þessu tagi les ég ekki.

Nenni annars ekki að fabúlera um banka og fjármál. Finnst líka flest skemmtilegra. Get þó sagt að ég sé ekki hvernig Darlingurinn hans Brúns getur átt sér viðreisnar von ef hann lýgur eins liðugt og útlit er fyrir.

Ætli það verði samt ekki breskir fjölmiðlar sem grilla hann frekar en reiðir Íslendingar. Breska pressan kann tökin á óheiðarlegum pólitíkusum. Líklegt er að langdregin málaferli um icesafe reikningana verði Bretum meira í hag en Íslendingum.

Eitthvað kom hundahreinsun við sögu í bloggheimum um daginn. Ég man alltaf hvað ég vorkenndi Pésa greyinu þegar ég fór með hann í hundahreinsum í fyrsta skipti.

Þá hafði nokkrum árum áður verið byggt sérstakt hús ekki langt frá Hrísdal sem ætlað var fyrir hundahreinsunina. Það var einmitt Diddi í Hrísdal sem sá um hundahreinsunina í hreppnum. (Miklaholtshreppi)

Hreinsunin fór þannig fram að stungið var einhverri ormahreinsunartöflu ofan í hundana með þartilgerðum bláum plaststaut sem reyndar var ætlaður fyrir ormalyfsgjöf í rollur. Síðan voru þeir lokaðir inni í búrum í einhvern ákveðinn klukkustundafjölda. Líklega 12 eða svo.

Mig minnir að Diddi hafi haft einhvern sér til aðstoðar við þetta ( hugsanlega Ársæl á Lágafelli ) og man að mér fannst þeir ansi harðhentir þegar plaststautnum var stungið af afli upp í ginið á hundunum. Innilokunin fór líka illa í ræflana og mátti vel heyra það og ég er ekkert viss um að hundum líði neitt vel eftir hundahreinsun.

Horfði áðan á viðtal Evu Maríu við Ólaf Stefánsson. Fannst flest af því sem hann sagði vera stjórnlausar heimspekilegar pælingar. Samt var margt mjög áhugavert og hann kann ágætlega að orða hugsanir sínar. Ég las  bloggið hans á sínum tíma reglulega og þessar pælingar hans komu mér ekkert á óvart.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Árnason

Rétt Sæmi. Hundahreinsun í den var ekkert grín... fyrir hundana.

Eyþór Árnason, 27.10.2008 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband