26.10.2008 | 00:10
490. - Að koma fram í Silfrinu er líklega nokkurs virði
Ekki fór ég í mótmælin sem boðuð voru fyrir viku. Fannst Dr. Gunni þó gerast afturhaldssamari og silfursæknari en ég átti von á þegar hann dissaði mótmælendur þó hann hefði lagt nafn sitt við hégómann. Svo er að skilja að til standi að mótmæla á laugardögum framvegis og lögreglan virðist ætla að halda sig við það að jafnan taki um 500 manns þátt í svona mótmælum. Ráðamenn eru komnir með lífverði. Miklir menn erum við Hrólfur minn. Sennilega veitir útrásarvíkingum ekki af lífvörðum næst þegar þeir voga sér hingað upp á skerið. Annars virðist orðið útrásarvíkingur vera að verða einskonar blótsyrði í málinu. Merkilegt. Ég man þá tíð hér á Íslandi að fáránlegt hefði verið að minnast á lífverði. Eitt sinn rakst ég ( já, bókstaflega ) á Bjarna Benediktsson í mannþrönginni í Austurstræti á hátíðahöldunum 17. júní. Þetta var þegar hann var forsætisráðherra. Um helgina þegar mest gekk á í fundahöldum og þess háttar í Ráðherrabústaðnum sat ég að tafli í Rimaskóla eins og margir aðrir. Þar fór þá fram fyrri hluti deildakeppni Íslands í skák. Föstudaginn áður hafði ég komið að Glitni við Kirkjusand og þar gekk mikið á. Ekki datt mér í hug að mánudagurinn á eftir yrði mánudagurinn svarti 6. október. Í framtíðinni verður október 2008 frægur í sögunni. Þá helltist fjármálaóreiða undanfarinna ára yfir okkur Íslendinga of miklum ofsa. Þegar nóvember kemur er alls ekki víst að nokkur möguleiki verði að gera sér grein fyrir hvað allt þetta þýðir. Sú tíð kemur samt örugglega. Södd þjóð gerir aldrei byltingu. Þetta segir Arnþór Helgason og ber Stefán Jónsson fréttamann fyrir því. Sonur Stefáns er Erfðagreiningar-Kári. Nú er sagt að Íslensk Erfðagreining sé að flytjast úr landi (eða fara á hausinn - man ekki hvort). Það þykja smámunir. Öðruvísi mér áður brá. Hvenær rennur bannið við nornaveiðum út? Oft er talað um að kjósendur séu fljótir að gleyma. Í þetta sinn held ég að gleymskan geti orðið erfið. Samt held ég að til bóta væri að kjósa fljótlega. Engin ástæða er að bíða með það til 2011. Nú fer að ljúka heimsmeistaraeinvíginu í skák milli Kramniks og Anands og benda allar líkur til að Anand vinni það sannfærandi. Skyldi vera að komast á friður um þessi mál? Ég hef ekki fylgst með undanfarið en allar götur síðan Kasparov og Short slitu sig frá FIDE forðum hafa þessi mál öll verið í óttalegu limbói. |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæll Sæmundur!Tek undir flest sem þú skrifar.En minnugir þess er skeði fyrir tæpum 23 árum í Stockholmi þá finnst mér það í lagi að þessir menn njóti einhverskonar verndar nú um stundir.En svo má kannske deila um hvort farið hafi fé bet...Kært kvaddur.
Ólafur Ragnarsson, 26.10.2008 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.