468. - Einu sinni var bloggari

Einu sinni var bloggari sem hélt að hann væri svo flinkur að hann mundi aldrei lenda í bloggstíflu. Svo fór allt á hvolf í þjóðfélaginu í kringum hann. Bankar fóru á hausinn, gengið féll niður fyrir öll velsæmismörk og annað eftir því.

Bloggarinn vildi samt ekki skrifa um svona smámuni. Hann vildi bara skrifa um það sem honum þótti merkilegt. Gallinn var sá að enginn vildi lesa þessháttar þvætting. Fólk vildi miklu heldur lesa um gengisfellingar, fjandsamlegar yfirtökur og aðra óáran. Ekki um það sem gerðist í hugskoti bloggarans góða.

Auðvitað gat þetta ekki endað nema á einn veg. Bloggstíflan hvarf ekki fyrr en hann var farinn að skrifa eins og allir hinir. Að lokum varð hann eins og þeir. Sérfræðingur í öllu mögulegu en einkum þó gengisfellingum, fjandsamlegum yfirtökum og annarri óáran.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sæmundur.

Já og þér tókst að höndla þetta svona vel.

Til hamingju með það,  Sæmundur minn eða var það hinn?

Þórarinn Þ Gíslason 3.10.2008 kl. 07:13

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Hefur þér nokkuð dottið í hug að taka upp höfundarnafnið H.C. Andersen?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.10.2008 kl. 17:33

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 4.10.2008 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband