18.9.2008 | 00:09
454. - Um bloggrýninn, Dóra Höskulds, Hauk prestsins og ýmsa fleiri
Það var stutt gaman en skemmtilegt að fá bloggrýninn. Hann gerði grín að mönnum og mikil var undrun mín þegar ég las fyrstu greinina hans um blogg annarra. Hann nefndi hana sæmundarhátt í bloggi og hún var augljóslega skopstæling af mínu bloggi.
Ég held að ég sé orðinn miklu aggressívari sem bloggari en áður var. Ég gæti trúað að bloggrýnirinn hafi breytt mér. Það er alveg ástæðulaust að biðjast afsökunar á því að vera til. Reyndar er ég árásargjarnari en ég sýnist vera. Það er ég viss um að konan mín mundi samþykkja.
Það var verulega gaman að lesa þessa spéspegils samantekt. Hún sýndi mér hvernig ég lít hugsanlega út sem bloggari í augum annarra. Ég tók ekkert afrit af þessari merku grein en hefði kannski átt að gera það. Myndin sem fylgdi var svosem ágæt líka.
Ég tók eftir því að í öllum þeim greinum sem bloggrýnirinn skrifaði eftir þetta forðaðist hann að nefna nöfn þannig að ef einhver tók orð hans til sín þá var alltaf hægt að segja að átt væri við einhvern annan. En nú er hann semsagt hættur og horfinn af sjónarsviðinu.
Þeir Dóri Höskulds og Haukur prestsins voru náttúrlega aðaltöffararnir í Hveragerði á sínum tíma. Ég var talsvert yngri en þeir en ég man vel eftir að einhverju sinni á gamlárskvöldi mændum við krakkarnir mikið vestur í þorp. Það hafði nefnilega frést að Dóri og Haukur hefðu keypt rakettur og ætluðu að fagna nýju ári með því að skjóta þeim upp. Slíkt hafði aldrei verið gert fyrr í Hveragerði og taldist til meiriháttar tíðinda. Ég man ekki betur en við krakkarnir höfum fyrir rest fengið laun erfiðisins og séð þessi náttúruundur.
Púki segir í bloggi sínu að ef við uppfyllum skilyrði fyrir upptöku evru þurfum við ekkert á henni að halda. Þetta er auðvitað alveg laukrétt. Gallinn er bara sá að þó við segjumst ætla að ná þessum markmiðum þá er ekki líklegt að við náum þeim. Jafnvel er líklegt að við náum þeim frekar ef við stefnum á upptöku evrunnar. Annars á ég alveg eins von á því að haldið verði áfram að diskútera um þetta mál þangað til allir verða löngu hættir að nota krónuræfilinn.
Reykjavíkurpiltur einn var í sveit. Af einhverjum ástæðum þurfti hann að lýsa litnum á meri sem verið var að tala um. Sagði stráksi að merin væri skjöldótt og skildi ekkert í því hvað öllum þótti furðulegt að taka svona til orða. Aumingja hryssan var uppfrá þessu aldrei kölluð annað en skjöldótta merin.
Og af því þetta blogg er hvort eð er samtíningur og sitthvað læt ég nokkrar myndir fylgja.
Ekki veit ég hvað þetta blóm heitir. Mér fannst það bara fallegt.
Og ég sem hélt alltaf að íslenskir brunahanar væru gulir.
Þetta listaverk er í Kópavoginum. Ekki langt frá Auðbrekku. Man bara ekki hvar.
Sveppirnir eru glansandi í rigningunni.
Og mynda allskyns mynstur í grasinu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég hef saknað myndanna þinna, Sæmi. Þú hefur lag á að taka góðar myndir af skemmtilegu myndefni.
Lára Hanna Einarsdóttir, 18.9.2008 kl. 00:53
Efsta myndin er nú bara af lúpínu, það er ekki vafi.
Ellismellurinn 18.9.2008 kl. 07:39
já alaska lúpína er það :) skemmtilegur lestur eins og vanalega á þessu bloggi !
Óskar Þorkelsson, 18.9.2008 kl. 08:41
Já, missir mikill af bloggrýninum skammlífa. Hann náði þér alveg og mig minnir að myndiin hafi verði að einhverjum Sæhundi Sæmundur.
Svanur Gísli Þorkelsson, 19.9.2008 kl. 02:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.