449. - sæmundarháttur í bloggi - Svei mér þá hann ku vera til. Líka djúpar pælingar eða djúsí fjas fyrir Brján

Brjánn segir eitthvað á þá leið í athugasemd að hann hafi átt von á djúpum pælingum um já-fólkið þegar hann sá fyrirsögnina.

Verst að ég veit ekki hvaða já-fólk þetta er. Ætla þó að reyna að giska og hugleiða eitthvað í framhaldi af því.

Í mínum huga er já-fólkið þeir sem láta vissa bloggstjórnun yfir sig ganga. Líklega er ég í þeim hópi.

Morgunblaðsmönnum er ekki sama hvernig fólk hagar sér hér á Moggablogginu. Það er að vonum. Mér finnst þeir þó hingað til hafa tekið faglega á málum sem upp hafa komið. Það er að segja að ég get ekki komið auga á að Moggabloggurum fari í raun fækkandi eða skrifin hér versnandi.

Auðvitað er margt sem hér er skrifað argasta bull. Mér finnst það ekki gera nokkurn skapaðan hlut til. Auðvelt er að láta það ekki hafa áhrif á sig.

Við höfum í tímans rás séð að stjórnendur bloggsins hafa ýmsar leiðir til að hafa áhrif á skrifin. Ævinlega vekja inngrip þeirra óánægju. Samt hætta menn ekki að skrifa.

Aðrir bloggarar öfunda okkur mikið af þeirri þjónustu sem við fáum. Hún er góð en auðvitað vilja stjórnendurnir fá eitthvað fyrir sinn snúð.

Ég er sannfærður um að stjórnmál eða skoðanir fólks hafa ekki áhrif á það hverjir fá að skrifa hér óáreittir. Stjórnendur bloggsins verða sjálfir að setja reglurnar. Ekki væri betra að þeir neikvæðustu í hópnum gerðu það.

Það getur vel verið að erfitt sé að sigla þannig á milli skers og báru að allir verið sæmilega ánægðir. Vorkenni bloggstjórnendum það þó ekki neitt. Þeir kölluðu þetta yfir sig og þó einhverjir bölvi þeim í sand og ösku er ekkert við því að gera.

Ég bloggaði eitthvað um daginn um HelguGuðrúnarmálið. Nú sé ég á blogginu hennar að hún vill frekar vera stór fiskur í lítilli tjörn en lítill fiskur í stórri tjörn. Við því er ekkert að gera. Það er hennar val.

Þá er Þjóðarsálin með hundshausinn búin að kasta mér fyrir róða sem bloggvini sínum. Ekki mátti hann við miklu. Svo bloggar hann um mig á sínu bloggi og velur mér þau nöfn sem honum finnst hæfa. Sama er mér.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband