445. - Æ, æ og ó, ó. Sigurður Hreiðar klukkaði mig. Klukk klukk og tröllin í fjöllunum. Eða eitthvað

Ég hef einu sinni áður verið klukkaður hér á blogginu. Þá átti nú að gera eitthvað annað. Ég þagði samt þunnu hljóði. Nú verður ekki undan vikist og ég ætla að gera eins og Sigurður. Eins gott samt að einhverjir svíki lit því annars endar þetta aldrei.

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Kartöfluupptaka.
Verslunarstjórn.
Skrifstofustörf.
Næturvarsla.

Fjórar bíómyndir sem ég held uppá:
Shawshank Redemption.
Síðasti bærinn í dalnum.
Chariots of fire.
Lawrence of Arabia.

Fjórir staðir sem ég hef átt heima á:
Hveragerði.
Vegamót á Snæfellsnesi
Reykjavík.
Kópavogur.

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Dýrlingurinn.
Upstairs, downstairs.
Fréttir.
Út og suður.

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Mallorka.
Fljótavík.
London.
Breiðdalur.

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
mbl.is
chesshere.com
gmail.com.
123.is.

Fernt sem ég held uppá matarkyns:
Blóðmör.
Pavlóvur.
Nautalundir.
Tómatar.

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft: (Hmm. Les yfirleitt ekki bækur oft en hef oft óskað þess að ég ætti ákveðnar bækur ólesnar.)
Í verum.
Sultur.
Veröld sem var.
Sjálfstætt fólk.

Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Arnþór Helgason.
Sigurður Þór Guðjónsson.
Brjánn Guðjónsson
Lára Hanna Einarsdóttir.

Þetta var auðvelt og vel sloppið frá bloggi dagsins. Eiginlega er ekki mikið að marka þetta. Oft setti ég bara það sem mér datt fyrst í hug. Svo getur vel verið að einhverja af þeim sem ég vil klukka sé búið að klukka. Kemur í ljós.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég býðst til að svíkja lit, Sæmi. Skrifa aldrei um eigin persónu - prinsipp sem ég hef haldið hingað til.

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.9.2008 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband