8.9.2008 | 01:58
444. - Áframhaldandi vísnastagl
Séra Helgi Sveinsson sem lengi kenndi við Barna- og Miðskólann í Hveragerði gerði oft skínandi góðar vísur. Þessa gerði hann um Vigni bróðir minn.
Þó að skyggnist þoka um grund.
Þó að rigni á vegi.
Þó að Vignir vökni um stund
viljinn dignar eigi.
Kannski var eftirfarandi vísa að einhverju leyti runnin undan rifjum Séra Helga. Hún varð til í skólanum í Hveragerði þegar festa þurfti pýþagórasar-regluna í minni nemenda.
Ef spurningin skyldi skella á mér
Skeð gæti verið ég teldi.
Langhlið í öðru jafnt skammhliða skver
og skammhlið í öðru veldi.
Einhver kennarinn hafði að orðtaki skeð gæti verið" og gott ef annar kennari talaði ekki oft um að spurningar og sitthvað fleira skylli á sér. Þessvegna er vísan enn sniðugri en ella.
Þessi braghenda ku vera eftir Árna Óla:
Það sé ég á þínum fótum þýð mær.
Að þar sem mætast þykk lær
þar er enginn kotbær.
Selaskytta ein sem Friðrik hét hafði að orðtaki þegar selurinn lá: Heppinn var ég núna." Ef skotið virtist á hinn bóginn ekki gera selnum neitt sagði hann jafnan hitti á bein." Eitt sinn var Friðrik þessi fenginn til að fylgja stúlku yfir fjallveg og segir ekki af ferðum þeirra. Níu mánuðum seinna ól stúlkan samt barn og kenndi Friðriki. Þá var ort:
Friðrik hitti faldarein
fagurlega búna.
Hann hefur ekki hitt á bein
heppinn var hann núna.
Á sínum tíma las ég talsvert eftir Guðmund Gíslason Hagalín. Meðal annars er mér minnisstætt þegar hann lýsti því hvernig nafnið á einni bók kom til hans í svefnrofunum eftir að hann hafði velt nafni á hana lengi fyrir sér. Það var bókin Ég veit ekki betur", sem þannig fékk nafn. Hagalín var góður og skemmtilegur rithöfundur og ég held ég hafi lesið allar sjálfsævisögulegu bækurnar hans. Ég man vel að eftirfarandi vísa var í einni þeirra og mér þótti hún afskaplega djörf í þá daga. Hún er svona:
Þú er Manga þægileg
þar af ganga sögur.
Æ, mig langar uppá þig
eikin spanga fögur.
Bullvísur í Æru-Tobba stíl eru oft skemmtilegar. Tobbi var oft fyndinn og þrátt fyrir bullið er hann yfirleitt með stuðlasetninguna á hreinu. Mér er minnisstæð ein vísa eftir hann. Kannski er það vegna þess að ég er ættaður úr Ölfusinu eða nánar tiltekið úr Hveragerði. Vísan er svona:
Urgara surgara urra rum.
Illt er að vera í Flóanum.
Þambara vambara þeysings klið.
Þó er enn verra Ölfusið.
Næstu þjár vísur eru úr ýmsum áttum og eflaust eftir ýmsa höfunda. Sameiginlegt eiga þær það að engin þörf er á útskýringum.
Er við sáum áfram líða
allan þennan meyjafans.
Þyngdarlögum hætti að hlýða
hluti nokkur líkamans.
Rösklega er riðið í hlað
rétt fyrir sólarlagsbil.
Ég er nú hræddur um það
það er nú líkast til.
Það að yrkja er þjóðargaman.
Þetta er fyrri hendingin.
Vísu þessa setti ég saman.
Svona verður endingin.
Jæja nú er ég hættur. Ef ég set saman svona vísnaþátt bráðlega aftur þá má búast við að Káinn eigi eitthvað þar. Það voru einmitt að rifjast upp fyrir mér fáeinar snilldarvísur eftir hann.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Flott færsla. Ægilega gaman að lesa eitthvað skemmtilegt þegar maður nennir ekki að byrja daginn
Valgerður Sigurðardóttir, 8.9.2008 kl. 07:23
Klukk, Sæmundur minn.
Sigurður Hreiðar, 8.9.2008 kl. 10:04
Bráðskemmtilegir vísnapistlar, takk!
Lára Hanna Einarsdóttir, 8.9.2008 kl. 10:24
Gaman að svona vísnabloggum, Káinn var auðvitað óborganlegur. Mér þykir líka mjög gaman að vísunum hans þar sem hann "slettir" og tvinnar saman íslensku og ensku á hátt sem engum öðrum hefur tekist á viðlíka snilldar máta.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.9.2008 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.