442. - Um Texasbúann sem fór til Alaska og pínulítið meira

Líklega hef ég heyrt þennan brandara fyrst fyrir 1960. Þetta er svolítið groddalegur karlrembubrandari en var samt uppáhaldsbrandarinn minn í eina tíð.

Einhverju sinni fór Texasbúi til Alaska til að setjast þar að. Hópur svalra heimamanna sagði honum að til að geta talist maður með mönnum á svona útkjálka þyrfti hann að gera þrennt:

Drekka úr heilli brennivínsflösku.
Skjóta bjarndýr
og ríða indíánakerlingu

Texasbúinn féllst á að reyna þetta. Fékk brennivínsflöskuna og drakk úr henni vandræðalítið. Tók síðan byssuna sína og rölti út í skóg.

Segir síðan ekkert af ferðum hans fyrr en hann kemur aftur úr skóginum eftir drykklanga stund. Þá er hann allur rifinn og tættur. Fötin í henglum og hann alblóðugur. Djúp svöðusár um allan skrokk á honum og hann lítur í stuttu máli sagt hræðilega út en segir drafandi röddu:

"Hikk. Hérna hvar er.. Ég meina. Hikk. Hvar er þessi... Hikk.. indíánakerling sem ég átti að skjóta."

„Allt fór afsíðis sem gat farið afsíðis" segir í fyrirsögn eins af forsíðubloggurum Moggabloggsins. Mér finnst þetta vera afbökun á málshættinum: Allt fór úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis sem er auðvitað ekkert annað en íslenska útgáfan af svokölluðu lögmáli Murphys.

Sjálfur segi ég oft: „Það er ekki hundur í hættunni", af því að ég hef svo gaman af afbökuðum talsháttum. Vel gæti verið að einhverjir héldu að ég meinti þetta og jafnvel að þetta máltæki ætti að vera svona en við því er ekkert að gera.

Annars getur afbökun af þessu tagi bæði verið óhemju skemmtileg og algjör hörmung. Þarna getur verið erfitt að skera úr og alls kyns misskilningur vaðið uppi. Smekkur manna verður að ráða í þessu efni en dómharkan að víkja.

Margir eru andvígir því sem ég sagði í gær um mannanöfn. Verst er að eiga við þá sem eru svo heilagir að þeir telja að allt sem þeir segja hljóti að vera rétt og allir aðrir séu algjörir hálfvitar. Það er jafnvel algengara hvað mannanöfn snertir en margt annað að mikill vafi geti legið á um stafsetningu og beygingar.

Margir jesúsa sig yfir Söru Palin. Á Evrópskan mælikvarða er hún ansi hægrisinnuð sýnist mér. En forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru ekki vinsældakosningar í Evrópu. Ég er hræddur um að talsvert önnur viðmið séu gildandi varðandi stjórnmálaskoðanir í Bandríkjunum en í Evrópu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Yngvi Högnason

Vonandi ertu sem hornið sem að háði stríð við hina heilögu(reyndar með gífuryrðum) og hafði betur.

Yngvi Högnason, 6.9.2008 kl. 09:24

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er alltaf svolítið hrifin af talshættinum;  "Það liggur í augarins eðli".

Anna Einarsdóttir, 6.9.2008 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband