4.9.2008 | 00:20
440. - Hvurslagserþetta?Hérerbaraalltíbelgogbiðu
Áfram með bullstílinn Sæmundar. Það er ekki nóg með að Björn Bjarnason komist upp með að breyta blogginu sínu eftirá frá Kína heldur fær fleipur og vitleysa að standa bara ef linkað er í einhverja aðra vitleysu. Nei þá var nú auðveldara að lifa í gamla daga þegar orð sem skrifuð voru festust almennilega á blaðið. Kannski ég fari að líta á gömlu dagbækurnar mínar. Graffiti og krassidi er ekki það sama. Sumir vilja þó meina að krassidi geti verið graffiti og öfugt. Þú ert bara hættur að brugga og farinn að blogga sagði Bjöggi við mig um daginn þegar við fengum okkur að borða í Þrastalundi. Það munar ekki nema tveimur stöfum á þessu og Bjöggi sagðist hafa ort vísu um þetta en vera búinn að gleyma henni. Lára Hanna segist frekar vilja hafa greinaskil en ekki. Á rafeindaöld er svosem enginn sparnaður að sleppa þeim en Eyþór hefur aldrei greinaskil og honum vil ég líkjast. Hann er svo skáldlegur. Enn um kex. Ég fæ aldrei nóg af því. Einu sinni var ég beðinn um tillögu að nafni á hljómsveit. Ég lagði til að hún yrði látin heita kex. Ekki var tekið mark á því og ég held að engin hljómsveit heiti þessu hljómmikla og kexruglaða nafni. Veit ekki heldur hvort þessi hjómsveit er lifandi eða dauð. Heldur ekki hvaða nafn hún fékk á endanum. Furðulegt mál þetta með Dagbókar-Matta og hann Gauja. Hver er eiginlega útkoman úr þessu? Það leit allt út fyrir að Jens Guð hefði rétt fyrir sér með það að annar hvor þeirra væri áreiðanlega að ljúga en nú hafa þeir ákveðið að vera sammála um að ekkert sé að marka það sem þeir segja. Fyrir nokkru þurfti ég daglega að fara yfir mikla umferðargötu (Bústaðaveg) eftir merktri gangbraut. Sumir þeirra sem sáu að ég vildi komast yfir stöðvuðu bíla sína en ekki allir. Eins er það með gangstéttalagningar og misnotkun á stæðum fyrir fatlaða. Sumir gera sig seka um svona lagað en aðrir ekki. Vissulega væri þörf á að bæta hegðun margra í umferðinni. Yfirleitt ganga hlutirnir samt bærilega fyrir sig og umferðarmenning er ekkert afleit hér á Íslandi. Margar raunarollur er ég búinn að heyra um menn sem ætluðu aldeilis að horfa á enska boltann en þegar allt var talið þá borgaði það sig ekki. Nú er Maggi litli Carlsen sem Íslendingar hafa löngum átt í erfiðleikum með að verða einn sterkasti skákmaður heimsins. Gaman að fylgjast með honum. Sótti um vegabréf í gær og lét í veðri vaka að ekkert lægi á enda þarf ég ekki að nota það nærri strax. Þetta er sennilega rétta ráðið til að láta afgreiðsluna ganga hratt því nýja vegabréfið var komið til mín í pósti í morgun. Afgreiðslutími semsagt minna en sólarhringur. Var að hlusta á sjónvarp frá Alþingi í dag. Þar voru meðal annarra Össur og Steingrímur Jóhann að rífa sig. Sameiginlegt eiga þeir það að hafa full gaman af að hlusta á sjálfa sig. Nei nú nenni ég þessu ekki lengur. Héðan í frá verða greinaskil tekin upp aftur. Held að það sé betra.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég held líka að það sé betra... altént læsilegra.
Lára Hanna Einarsdóttir, 4.9.2008 kl. 01:04
Segi það nú bara líka :)
alva 4.9.2008 kl. 11:46
sammálameðgreinarskilinogorðaskil.
Óskar Þorkelsson, 4.9.2008 kl. 12:35
Þakkavert meðan þú þó berð þig að slá bil milli orða.
Sigurður Hreiðar, 4.9.2008 kl. 14:04
Maður getur hvílt sig örlítið við lesturinn á greinarskilum.
Er löt og vil geta hvílt mig.
Anna Einarsdóttir, 4.9.2008 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.