432. - Bloggarar, væmni og vald fjölmiðla. Einnig minnst á málblómið um stórasta land í heimi

Mér finnst merkilegt hve bloggarar almennt og ekkert frekar moggabloggarar en aðrir sveiflast eftir því hvernig og hvort sjónvarpið og aðrir fjölmiðlar fjalla um mál. Vald fjölmiðlanna felst einkum í því hvaða mál eru sett á dagskrá. Ef sjónvarpið t.d. minnist á eitthvað mál eru bloggarar undireins farnir að keppast við að blogga um það sama. Oft er það samt svo að ómerkilegar tilviljanir ráða því hvaða mál fjallað er um í sjónvarpi. Sama er að segja um aðra fjölmiðla. 

Einnig fer væmni og hvers kyns tilfinningasemi mjög vaxandi í fjölmiðlum og auglýsingum og þessvegna í bloggi líka.

Bloggarar geta oft kaffært mál eða náð úr hálfgerðu kafi fréttum sem fjölmiðlar vilja svæfa. Í þessu er vald þeirra einkum fólgið og fjöldi þeirra er svo mikill að fjölmiðlastjórnendur eru farnir að óttast þá. Ótti þeirra kemur einkum fram í því að þeir nota hvert tækifæri sem gefst til að sverta bloggara almennt í augum sem flestra.

Svona þegar handboltavíman rennur af fólki þá væri kannski ágætt að athuga betur þetta Orkuveituveiðimál. Var Gulli Þórðar löggu ásamt einhverjumm fleirum eitthvað að mistaka sig á spillingarmálum? Ekki veit ég það en gott væri að fá þetta á hreint.

Bloggarar eru oft óþarflega stórorðir í sínum bloggum. Einkum á þetta við um stjórnmálablogg. Fjölmiðlar eiga líka oft erfitt með að ákveða hvað skuli fjallað um. Ég tók til dæmis eftir því að ríkissjónvarpið auglýsti grimmt í kvöld boli með áletrun um "stórasta" land í heimi. Þeir vildu koma þessu ágæta málblómi á framfæri og í fréttirnar og ákváðu að gera það svona.

Já auðvitað er best að mótmæla í laumi. Sá frétt um þetta á mbl.is og ætlaði jafnvel að linka í hana en týndi henni svo. Dönsk blöð sögðu að allir sem notuðu eitthvað appelsínugult væru að mótmæla leynilega einhverju í sambandi við framkvæmd Ólympíuleikanna. Verst ef mótmælendurnir vissu ekki af þessu sjálfir.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mikið til í þessu hjá þér Sæmundur. 

Óskar Þorkelsson, 27.8.2008 kl. 13:11

2 identicon

Hárrétt og athygglivert.

Borgari 27.8.2008 kl. 13:19

3 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

m (M)oggabloggarar,  þessvegna, þess vegna (ó)Ólympíuleikanna, löggu, einhverjum(m),Orkuveituveiðimál, orkuveituveiðimál. Allt er þetta svo sem gott og blessað. Ísland er ekki stærsta land í heimi. Það er bara 103 þúsund ferkílómetrar.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 27.8.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband