1.7.2008 | 01:12
376. - Æ, þetta er óttalegt píp og jafnvel makalaust málæði líka
Líf okkar stjórnast að miklu leyti af pípi. Reykskynjarar pípa þegar þeim leiðist. Kaffivélar pípa og hverskyns raftæki einnig. Það er meiriháttar stúdía að þekkja öll þessi píp í sundur. Maður hrekkur í kút þegar maður heyrir píp sem maður veit ekki hvaðan kemur og átti alls ekki von á. Bíllinn gæti verið að pípa, eða farsíminn eða eitthvað annað sem maður þyrfti helst að athuga. Svo gæti pípið verið eitthvað sem manni kemur ekkert við. Sjónvarpið er líka stundum sípípandi. Dyrabjöllur hringja þar og farsímar og sú gáfa að geta staðsett hljóð sparar mörg sporin. En stundum bregst manni bogalistin og það er óttalega vandræðalegt að þjóta til dyra þegar enginn er þar.
Þessu ótengt er mér minnisstæð svarthvít ljósmynd sem ég sá fyrir mörgum árum. Mig minnir að ég hafi séð hana hjá Kollu í Álfafelli. Hún hafði verið tekin löngu fyrr í skólaferðalagi sem við höfðum farið í. Myndin var tekin í tómri sundlaug einhvers staðar í Lundarreykjadalnum. Þangað höfum við eflaust komið um Uxahryggi frá Þingvöllum þó ég muni ekki vel eftir því eða hvert við fórum úr Lundarreykjadalnum.
Á myndinni vorum við Jósef Skaftason og Erla Traustadóttir að leika okkur ofan í tómri lauginni. Einhver (kannski Kolla) hafði skrifað aftan á myndina. Sæmi sniðugi, Erla sæta og Jobbi gáfaði. Líklega hefur höfundi þessara orða fundist þetta. Ég er ekkert ósáttur við það. Ég gæti vel trúað að á þessum tíma hafi það verið einkenni á mér hvað ég var óhræddur við að segja það sem mér datt í hug. Þessi náttúra er ef til vill að endurtaka sig hér á blogginu núna, eftir að ég hef áratugum saman verið frekar lokaður og lítið sagt. Ókey, sumum hefur eflaust fundist að ég talaði full mikið.
Einhver var að segja frá því á bloggi að hann hefði farið yfir Fimmvörðuháls og það hefði verið næstum óslitin röð af fólki frá Skógum að Básum. Ekki var nú ástandið þannig þegar ég fór yfir Fimmvörðuháls um árið. Mér er nær að halda að við höfum ekki séð lifandi kvikindi á leiðinni.
Þetta var annars ágætisferð. Ég, Bjössi bróðir og Benni sonur minn fórum saman í þessa ferð ef ég man rétt. Tókum rútu að Skógum á laugardegi og röltum af stað. Leiðin upp á hálsinn var ansi hlykkjótt og löng því við fylgdum árbakkanum. Á einum stað var minningarskjöldur um mann sem hafði drukknað við að detta í ána.
Þegar upp kom var komin þoka. Fyrst komum við að svonefndum Fúkka, en leist ekki á að gista þar. Þóttumst vita í hvaða átt nýji skálinn Útivistar væri og héldum þangað.
Morguninn eftir var svartaþoka og héldum við af stað upp í skarðið milli jöklanna. Þar týndum við slóðinni en fundum hana aftur fljótlega fyrir algjöra tilviljun. Þegar niður kom fórum við þvert yfir Mörkina og í aðsetur Austurleiðar og fengum rútuferð til baka.
Þessi ferðasaga gæti auðvitað verið miklu lengri en ég vil ekki þreyta lesendur mína með því.
Í lokin vil ég benda þeim sem gaman hafa af löngum svarhölum á að þeir virðast vera að vaxa úr hömlu hjá mér við blogg sem skrifuð eru síðan ég kom úr útlegðinni í Grímsnesi. Missið ekki af þessum spennandi skoðanaskiptum. Það geri ég ekki.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Takkf yrir pistilinn: kv. B
Baldur Kristjánsson, 1.7.2008 kl. 09:07
Ég verð greinilega aldrei þreyttur á að lesa það sem þú skrifar - Takk fyrir góðan pistill.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.7.2008 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.