12.6.2008 | 00:43
364. - Þórhallur og sérar tveir. Sitthvað fleira einnig
Aldrei er nóg pláss á þessu blessaða bloggi til að skrifa um allt það sem maður vildi gjarnan skrifa um. En svona er þetta bara og því verður ekki breytt.
Aðeins um körfubolta. Einu sinni prófaði ég þá íþrótt. Sigurþór í Lynghaga var svo þéttur fyrir að ef maður hljóp á hann þá hrökk maður bara til baka. Annars var ég svo lélegur í þessu og gat auk þess ekki troðið þrátt fyrir stærðina, að ég hætti fljótlega. Nú er verið að endurtaka það, sem byrjað var á þegar sýnt var fyrst frá NBA hér á landi. Ég hélt alltaf með Lakers og fannst skæhúkkið Jabbars það merkilegasta sem ég hef séð í körfubolta.
Eins og ég sagði frá um daginn gúglaði ég Þórhall Hróðmarsson eftir bekkjarkvöldið okkar á laugardaginn og eftir að hafa lesið grein hans um hjartalækna og þess háttar finnst mér ég vera kominn með kransæðastíflu. Þórhallur er bæði skáld og tónskáld svo það verður enginn svikinn af því að skoða heimasíðuna hans. Í rútunni uppá Hellisheiði söng hann fyrir okkur ljóðið Kántrýkvöld, en það er eitt af þeim ljóðum sem finna má á heimasíðunni hans.
Ég get ekki betur séð þegar ég gúgla nafnið konunnar hans en hún sé eða hafi verið kennari við Laugagerðisskóla. Séra Árni Pálsson sem þá var prestur þarna og bjó að Söðulsholti stóð fyrir því að ég var gerður að prófdómara við Laugargerðisskóla á sínum tíma. Strákarnir mínir báðir stunduðu þar líka nám, auk þess sem ég man vel eftir því að þegar verið var að byggja skólann vann ég hjá heildverslun Hannesar Þorsteinssonar og þar var talsvert af efni keypt í hann.
Einu sinni birti ég vísu á þessu bloggi (160. blogg) eftir Þórhall Hróðmarsson. Hún var svona hjá mér: Sæmi gerði samning við / svokallaðan fjanda. / Sæmi fengi sálarfrið / en Satan flösku af landa. Þórhallur sagði mér að þetta væri einhver fyrsta vísa sín en hann minnti að það hefði verið ég sem landaflöskuna fékk. Þetta kann vel að vera og einfaldast er líklega bara að hafa skipti á nöfnunum Satan og Sæmi í seinni hluta vísunnar.
Þegar ég fer að skrifa um vísur er erfitt að hætta. Langeftirminnilegasti vísnasmiður sem ég hef þekkt var séra Helgi Sveinsson prestur í Hveragerði. Þegar minnst er á ofangreinda vísu eftir Þórhall Hróðmarsson get ég ekki að því gert að mér kemur í hug önnur vísa þar sem minnst er á séra Helga. Hún er svona: Séra Helgi segist sjá / sankti Pétur í anda. / Við hliðið gullna hann ei má / hræðast nokkurn fjanda. Ekki veit ég eftir hvern þessi vísa er en hún gæti verið eftir séra Gunnar Benediktsson sem er annar eftirminnilegur kennari sem ég man vel eftir.
Salvör bendir á ágæta grein sem er hér.
Fáeinar myndir svo í lokin af því að veðrið er svo gott.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
yndislegar myndir!!
alva 13.6.2008 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.