362. - Vísnablogg, Glitnir, piparúði, Þórhallur Hróðmarsson og fleira

Tók eftir  því í dag að vísnabloggið mitt var komið niður úr öllu valdi í vinsældum. Tók mig því til og orti nokkrar vísur og tengdi við heitustu fréttirnar. Margar þessara vísna eru óttalegt hnoð. Gerði meðal annars vísu um Glitni þar sem sagt var að gengi bakans hrapaði og margir yrðu af aurum apar eða eitthvað á þá leið.

Mér finnst það góð tilfinning að stjórnendur Glitnis skuli ekki ráða því hvernig dómar falla í þessu máli. Að öðru leyti þekki ég of lítið til málsins til að geta tjáð mig ítarlega um það. Mér skilst þó að undirréttur hafi verið búinn sakfella einhverja af þeim sem lögsóttir voru í þessu máli og Hæstiréttur hafi snúið þeim dómi við.

Vísu gerði ég einnig um piparúðamálið á Patreksfirði og síðast þegar ég vissi voru nokkrir búnir að svara þeirri vísu. Þó ekki í bundnu máli. Sá svo hluta af þessari umtöluðu vídeómynd í fréttum Stöðvar tvö áðan og verð að segja að ég er feginn að íslenska löggan skuli ekki hafa yfirTeiserbyssum að ráða. Þó veit ég ekkert um aðdraganda þessa máls.

Eitt helsta vandamál okkar Moggabloggara er minnimáttarkenndin. Við þurfum ekki að lúffa fyrir neinum. Okkar vefsetur er síst af öllu ómerkilegra en önnur slík. Hér eru margir og mikið að gerast alla daga. Svo mikið að maður má varla vera að því að lesa önnur blogg en Moggablogg. Aðrir láta mikið með önnur bloggsetur. Þar séu allir svo framúrskarandi gáfaðir. Þeir sem þykjast vera gáfaðir eru það sjaldnast. (Úps - þetta gæti átt við mig)

Guðmundur fósturfaðir Perlu Cavalier kom í dag og færði okkur púrtara og sælgæti í þakklætisskyni fyrir gæsluna á Perlu. Hún kom líka og var greinilega ánægð með að vera ekki skilin eftir.

Á bekkjarmótinu á laugardaginn ræddi ég svolítið við Þórhall Hróðmarsson bekkjarbróðir minn og benti honum meðal annars á bloggið mitt. Hann er sjálfur með heimasíðu og þar er ýmislegt fróðlegt að finna, einkum fyrir þá sem hafa gaman af tónlist. Urlið er: mmedia.is/thorhrod og svo er náttúrulega hægt að gúgla hann. Sömuleiðis er snjallt að gúgla nafn konunnar hans og þar kemur margt í ljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Er eitthvert annað bloggsetur?

Sigurður Hreiðar, 10.6.2008 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband