357. - Málfar enn og aftur. Svolítið um Netið líka

Ég fékk smá-ádrepu í kommentakerfið mitt við síðustu færslu. Þar er sagt: Sæll. Miðað við að þú telur þig sérfræðing í íslensku þá ættir þú að huga að "kommunotkun" í skrifum þínum:)

Picture 007Minn gamli vinnufélagi, Lára Hanna Einarsdóttir, tekur upp hanskann fyrir mig og gerir það ágætlega. Sjálfur mundi ég þó vilja bæta aðeins við. Hvort sem ég tel mig vera einhvern sérfræðing eða ekki, þá bendir þetta komment til þess að einhverjir lesenda minna upplifi skrif mín þannig, að ég þykist vera það. Ég á erfitt með að leiðrétta slíkt.

Varðandi "kommunotkunina" hittir kommentari á auman blett. Ég hef aldrei getað neitt í setningafræði og set yfirleitt greinarmerki bara þar sem mér finnst réttast að hafa þau. Ég veit samt að margir álíta greinarmerkjasetningu skipta jafnmiklu máli og mér finnst almenn málnotkun gera.

Picture 012Það er greinilegt að bloggið mitt er lesið af fleiri en ættingjum einum og betra að gæta orða sinna. Ég tel mig yfirleitt vera hófsaman í skrifum. Reyni að vera ekki mjög orðljótur og líta á gagnrýnar athugasemdir með jákvæðu hugarfari. Það að skrifa athugasemd við skrif annarra er talsvert mál. Eftir því sem minna er sagt í kommentunum er auðveldara við þau að fást. Ég hef samt alltaf áhyggjur af því að einhver hluti hugsanlegra lesenda missi af því sem sagt er í athugasemdum. Sjálfur sleppi ég oft að lesa komment hjá öðrum.

Um þessar mundir er það Netið, sem fangar athygli mína mest. Bækur og allskonar efnislegir miðlar geta í rauninni ekki keppt við það rafeindafyrirbrigði sem Netið er. Ég er ekki í neinum vafa um að Internetið er langmerkasta framþróunarskref mannsandans síðustu aldirnar og jafnast fyllilega á við hið prentaða mál Gutenbergs og vélvæðinguna sem varð í kjölfar iðnbyltingarinnar.

Picture 016Ennþá er samt ekki nema lítill hluti af möguleikum Netsins nýttur. Þó næstum allir Íslendingar geti til dæmis haft aðgang að Internetinu nota flestir aðeins brotabrot af möguleikum þess. Þegar síðan er haft í huga hve fáir þeir eru í raun í heiminum sem netaðgang hafa, má vel sjá hve lítið möguleikar þess eru nýttir. Og þá er ég bara að miða við hvernig Netið er núna. Ekki hvernig það verður í framtíðinni.

Í umræðunum um ísbjarnarmálið gat ég ekki að því gert, að ég sá séra Baldur fyrir mér læðast að ísbirninum og gefa honum selbita. (Með vísifingri og þumarfingri eins og hefðbundið er)

Ef einhverjar myndir fylgja þessari færslu, þá eru þær bara tilraunastarfsemi og að engu hafandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Sumir halda að maður álíti sig "sérfræðing" í e-u fyrirbæri, fjalli maður um það. Það er svo langt í frá. Þótt aðaláhugamál mitt sé íslenskt mál, geri ég, og mun gera, e-r "vitleysur. Oft lærist e-ð í spjalli, stundum er e-r sem segir manni til en alltaf verður e-ð sem ekki kemst inní manns ferkantaða haus.

Svo eru nú líka fáir, þótt þeir "megi" kalla sig "sérfræðinga" í e-m öðrum tilteknum fræðum, sem vita allt!  Hljóma ég voða sár?  hí hí

Beturvitringur, 5.6.2008 kl. 01:51

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég hef mikinn áhugá íslensku máli og sérstaklega eftir að ég flutti til Svíþjóðar. Ég er svo langt frá því að vera sérfræðingur sem hægt er að vera - því finnst mér gaman að lesa færslur sem þessa.

Þegar ég les áhugaverða færslu get ég ekki haldið mér frá því að lesa athugasemdirnar. Ég hef oft smellt á tengil sem leiðir á bloggsíðu án þess að lesa alla færsluna og þá læt ég vera að skrifa athugasemd - Athugasemdirnar segja frá því hvort fólk hafi lesið eða ekki og víkkað sjóndeildarhringinn. 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.6.2008 kl. 09:03

3 identicon

Blessaur veddu eggji a pæla i hessu me kommunar. Bara sgriva eis o ú villd hava ha.

Eggji pæla í hessari kjelligu.

Biggi 5.6.2008 kl. 16:54

4 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

Ég tel mig hafa þokkalega kunnáttu í íslensku máli, en setningafræði er ekki mín sterkasta hlið.Því geri ég eins og þú,set greinarmerki þar sem mér finnst þau eiga að vera.

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 5.6.2008 kl. 20:28

5 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Einhverjir besserwisserar á áttunda áratugnum settu nýjar reglur sem næstum útrýmdu kommunni. Allt í einu urðu allir textar í öllu því prentmáli sem hafði verið gefið út fram að þeim tíma rangir. Afsakið mig, en ég ber bara ekki mikla virðingu fyrir þessum besserwisserum.

Elías Halldór Ágústsson, 5.6.2008 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband