5.6.2008 | 00:07
357. - Málfar enn og aftur. Svolítið um Netið líka
Ég fékk smá-ádrepu í kommentakerfið mitt við síðustu færslu. Þar er sagt: Sæll. Miðað við að þú telur þig sérfræðing í íslensku þá ættir þú að huga að "kommunotkun" í skrifum þínum:)
Minn gamli vinnufélagi, Lára Hanna Einarsdóttir, tekur upp hanskann fyrir mig og gerir það ágætlega. Sjálfur mundi ég þó vilja bæta aðeins við. Hvort sem ég tel mig vera einhvern sérfræðing eða ekki, þá bendir þetta komment til þess að einhverjir lesenda minna upplifi skrif mín þannig, að ég þykist vera það. Ég á erfitt með að leiðrétta slíkt.
Varðandi "kommunotkunina" hittir kommentari á auman blett. Ég hef aldrei getað neitt í setningafræði og set yfirleitt greinarmerki bara þar sem mér finnst réttast að hafa þau. Ég veit samt að margir álíta greinarmerkjasetningu skipta jafnmiklu máli og mér finnst almenn málnotkun gera.
Það er greinilegt að bloggið mitt er lesið af fleiri en ættingjum einum og betra að gæta orða sinna. Ég tel mig yfirleitt vera hófsaman í skrifum. Reyni að vera ekki mjög orðljótur og líta á gagnrýnar athugasemdir með jákvæðu hugarfari. Það að skrifa athugasemd við skrif annarra er talsvert mál. Eftir því sem minna er sagt í kommentunum er auðveldara við þau að fást. Ég hef samt alltaf áhyggjur af því að einhver hluti hugsanlegra lesenda missi af því sem sagt er í athugasemdum. Sjálfur sleppi ég oft að lesa komment hjá öðrum.
Um þessar mundir er það Netið, sem fangar athygli mína mest. Bækur og allskonar efnislegir miðlar geta í rauninni ekki keppt við það rafeindafyrirbrigði sem Netið er. Ég er ekki í neinum vafa um að Internetið er langmerkasta framþróunarskref mannsandans síðustu aldirnar og jafnast fyllilega á við hið prentaða mál Gutenbergs og vélvæðinguna sem varð í kjölfar iðnbyltingarinnar.
Ennþá er samt ekki nema lítill hluti af möguleikum Netsins nýttur. Þó næstum allir Íslendingar geti til dæmis haft aðgang að Internetinu nota flestir aðeins brotabrot af möguleikum þess. Þegar síðan er haft í huga hve fáir þeir eru í raun í heiminum sem netaðgang hafa, má vel sjá hve lítið möguleikar þess eru nýttir. Og þá er ég bara að miða við hvernig Netið er núna. Ekki hvernig það verður í framtíðinni.
Í umræðunum um ísbjarnarmálið gat ég ekki að því gert, að ég sá séra Baldur fyrir mér læðast að ísbirninum og gefa honum selbita. (Með vísifingri og þumarfingri eins og hefðbundið er)
Ef einhverjar myndir fylgja þessari færslu, þá eru þær bara tilraunastarfsemi og að engu hafandi.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sumir halda að maður álíti sig "sérfræðing" í e-u fyrirbæri, fjalli maður um það. Það er svo langt í frá. Þótt aðaláhugamál mitt sé íslenskt mál, geri ég, og mun gera, e-r "vitleysur. Oft lærist e-ð í spjalli, stundum er e-r sem segir manni til en alltaf verður e-ð sem ekki kemst inní manns ferkantaða haus.
Svo eru nú líka fáir, þótt þeir "megi" kalla sig "sérfræðinga" í e-m öðrum tilteknum fræðum, sem vita allt! Hljóma ég voða sár? hí hí
Beturvitringur, 5.6.2008 kl. 01:51
Ég hef mikinn áhugá íslensku máli og sérstaklega eftir að ég flutti til Svíþjóðar. Ég er svo langt frá því að vera sérfræðingur sem hægt er að vera - því finnst mér gaman að lesa færslur sem þessa.
Þegar ég les áhugaverða færslu get ég ekki haldið mér frá því að lesa athugasemdirnar. Ég hef oft smellt á tengil sem leiðir á bloggsíðu án þess að lesa alla færsluna og þá læt ég vera að skrifa athugasemd - Athugasemdirnar segja frá því hvort fólk hafi lesið eða ekki og víkkað sjóndeildarhringinn.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.6.2008 kl. 09:03
Blessaur veddu eggji a pæla i hessu me kommunar. Bara sgriva eis o ú villd hava ha.
Eggji pæla í hessari kjelligu.
Biggi 5.6.2008 kl. 16:54
Ég tel mig hafa þokkalega kunnáttu í íslensku máli, en setningafræði er ekki mín sterkasta hlið.Því geri ég eins og þú,set greinarmerki þar sem mér finnst þau eiga að vera.
Óskar Aðalgeir Óskarsson, 5.6.2008 kl. 20:28
Einhverjir besserwisserar á áttunda áratugnum settu nýjar reglur sem næstum útrýmdu kommunni. Allt í einu urðu allir textar í öllu því prentmáli sem hafði verið gefið út fram að þeim tíma rangir. Afsakið mig, en ég ber bara ekki mikla virðingu fyrir þessum besserwisserum.
Elías Halldór Ágústsson, 5.6.2008 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.