Málfar virðist vekja svolitla athygli. Einkum þegar ólærðir menn eins og ég fjalla um það. Líklega fælir hið óskiljanlega sérfræðituldur, sem fræðingar láta stumdum frá sér fara um þetta efni, venjulegt fólk frá allri umræðu um það.
Ég hef alla tíð haft áhuga á málfari. Naut þess í miðskóla að hafa góðan íslenskukennara, sem var séra Gunnar Benediktsson. Ekki er ég þó vel að mér í því sérfræðings-jargoni sem sumir þeirra, sem um þessi mál fjalla, hafa tamið sér. Í mínum huga hafa dæmin mest gildi. Ekki er nærri alltaf hægt að skilgreina hvað við er átt nema með ákveðnum dæmum. Skilgreiningar af öllu tagi og sérfræðijargon er þó áreiðanlega gott fyrir þá sem það skilja.
Varðandi fjárveitingar sem ég minntist á um daginn sendi Beggi mér link á fróðlega grein um þetta mál í Morgunblaðinu frá því í desember 1994. Þeir sem hafa áhuga á fallstýringum sagnarinnar að veita ættu að kíkja á þessa grein.
Ég minnist þess að á sínum tíma var Ellý nokkur Ármannsdóttir efst á vinsældalistanum hér á Moggablogginu. Svo lokaði hún blogginu sínu og hrapaði niður listann. Davíð Logi Sigurðsson blaðamaður, sem eitt sinn var bloggvinur minn, lokaði líka sínu bloggi ekki alls fyrir löngu. Nú sé ég að Jóna Á. Gísladóttir hefur læst sínu bloggi. Ekki veit ég hvað fólki gengur til með þessu, en ástæður hljóta að vera fyrir því. Annar hlutur sem Moggabloggarar stunda nokkuð er að leyfa ekki athugasemdir eða gera ráð fyrir að samþykkja þurfi þær áður en þær birtast eða birtast ekki. Þetta skil ég ekki heldur, en reikna á sama hátt með, að fyrir því séu góðar og gildar ástæður.
Már Högnason aka Gísli Ásgeirsson gefur í skyn að blogg-læsingar bendi til þess að bloggbók sé á leiðinni. Ekki veit ég hvað hann hefur fyrir sér í því.
Var að skoða aðsóknartölur hér á Moggablogginu áðan og virðist sem eitthvað mikið sé að. Sumar tölur eru alveg uppi í skýjunum en aðrar lengst niðri í kjallara. Ég skil þetta ekki og nenni ekki að ergja mig yfir því. Kannski tengist þetta ritstjóraskiptunum á Morgunblaðinu. Nei annars, ég segi bara svona. Líklega verður þetta lagað fljótlega. Ekki virðist aðgengi að Moggablogginu vera neitt skert, svo það er ekki yfir neinu að kvarta.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
ÉG er Már Högnason
Varist eftirlíkingar.
Már Högnason 4.6.2008 kl. 09:51
Sæll. Miðað við að þú telur þig sérfræðing í íslensku þá ættir þú að huga að "kommunotkun" í skrifum þínum:)
Katrín 4.6.2008 kl. 16:19
Ég hef ekki orðið vör við að Sæmundur telji sig sérfræðing í íslensku, Katrín. Þvert á móti talar hann um að hann sé EKKI sérfræðingur en hafi sínar skoðanir sem stangast stundum á við skoðanir annarra. En þannig er nú íslenskan og oft er fleiri en ein lausn "rétt" og fullgild.
Ekki veit ég á hvaða aldri þú ert, en við sem eldri erum lærðum allt aðra kommunotkun en kennd er núna. Í eina tíð voru kommur notaðar mun meira en nú og þótt ég telji mig ágæta íslenskumanneskju myndi ég örugglega falla á kommunotkun ef ég tæki próf í henni núna.
Íslenskt mál, málfar og mismunandi notkun og útfærsla tungunnar er skemmtilegt umfjöllunarefni og óþarfi að vera með óviðeigandi skot á fólk þótt það noti tungumálið örlítið öðruvísi en maður sjálfur.
Lára Hanna Einarsdóttir, 4.6.2008 kl. 17:21
Thetta er rett hja Laru Honnu. Kommunotkun var odruvisi thegar Saemundur var i skola; tha voru medal annars settar kommur fyrir framan allar aukatengingar. Mer synist Samundur fylgja thvi og thad er bara edlilegt.
Vissi annars ekki ad Jona var buin ad loka hja ser. Kikti alltaf af og til inn til hennar en hef ekki gert i nokkurn tima thvi sidustu viku hef eg sama og ekkert blogg lesid vegna anna.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 4.6.2008 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.