349. - Lítið eitt um lífeyrismál og fleira

Lítið lagðist fyrir allar feitu yfirlýsingarnar varðandi lífeyrismálin. Ingibjörg Sólrún vakti vonir en virðist nú vera að slökkva þær. Kannski er henni vorkunn. Kannski gat hún bara ekki mjakað fólki úr sporunum. Össur átti sinn þátt í því að koma þessum fjanda á og hinir flokksformennirnir vilja ekki missa spón úr aski sínum og kjósa ekkert fremur en að þvæla málinu fram og aftur. Ég á alveg eins von á að þessi nefnd sem nú er verið tala um geti tafið málið þónokkuð ef hún vandar sig, jafnvel framá næsta vor. Birgir Ármannsson heldur frumvarpi Valgerðar Bjarnadóttur í gíslingu og útilokað er að það komi til umræðu.

Nú er svolítið farið að fyrnast yfir málið hennar Láru Ómars. Mín tilfinning var á sínum tíma sú að hún hefði verið látin fara. Helst væri líklega hægt að kenna Steingrími Sævarri um það. Það fyrsta sem heyrðist frá Láru eftir að ummæli hennar í atinu við Rauðavatn komust í hámæli var að hún bæðist afsökunar á þessum mistökum, en sæi enga ástæðu til að hætta störfum sem fréttamaður. Seinna ákvað hún að hætta og bar við trúverðugleika fréttastofu Stöðvar tvö. Á sínum tíma bloggaði Ómar Ragnarsson um þetta mál, en mér finnst að hann hefði átt að sleppa því. Málið var honum of persónulega skylt.

Menn hafa verið að bera þetta mál saman við mál Róberts Marshalls en mér finnst það ekki eðlilegt. Bæði hlupu að vísu á sig en mér finnst að mistök Róberts hafi verið stærri. Hann átti einfaldlega að athuga málið nánar. Þetta sem hann hélt fram var beinlínis of ótrúlegt til að taka það strax trúanlegt. Láru verður aftur á móti á í hita augnabliksins og mér finnst hún eyðileggja nákvæmlega jafnmikið traust á fjölmiðlinum hvort sem hún hættir eða ekki. Svona starfa fjölmiðlar einfaldlega. Setja fréttir á svið ef fréttamönnunum sjálfum finnst þeir ekki vera að falsa neitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Lestrarkvitt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.5.2008 kl. 07:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband