348. - George Best og gamlar bćkur

Var ađ ljúka viđ ađ lesa sjálfsćvisögu George Best sem í íslenskri ţýđingu er kölluđ „Lánsamur". Ţetta er um margt athyglisverđ bók. Ekki ađeins segir hann frá uppvexti sínum og knattspyrnuiđkun heldur einnig frá baráttu sinni viđ áfengiđ og einkalífinu sem var á köflum ćđi skrautlegt. Margir muna eflaust eftir ţví ađ Best fékk grćdda í sig nýja lifur snemma á ţessari öld. Bókinni lýkur ađ mig minnir ţar sem hann er ađ bíđa eftir nýrri lifur áriđ 2002, en eins og margir muna lést Best áriđ 2005.

Ţýđingin á bókinni er sćmileg. Á einum stađ stakk ţađ mig ţó illilega ađ talađ var um ađ fara međ kol til Newcastle. Ţetta er einfaldlega talsháttur á ensku og betur hefđi fariđ á ţví ađ tala ţarna um ađ bera í bakkafullan lćkinn eđa eitthvađ ţess háttar.

Eiginlega veit ég ekki af hverju ég pćldi í gegnum alla bókina. Ég er ekki United ađdáandi, hćttur ađ mestu ađ fylgjast međ knattspyrnu, en frásögnin af ţví sem á daga hans dreif allt frá ţví ađ hann var lítill gutti í Belfast á Norđur Írlandi og ţar til hann var ađ drepast úr skorpulifur er bara svo heillandi.

Í gamla daga, ţegar ég var unglingur, las ég mikiđ af bókum. Ég man eftir ţví ađ hafa oftlega fengiđ í jólagjöf nýjustu bláu bókina. Ţetta voru ţó ekki bćkur um sjálfgrćđisflokkinn heldur vinsćlustu unglingabćkur ţess tíma. Einnig man ég eftir bókunum um Tom Swift sem var gríđarlega tćknilega sinnađur unglingur og lenti í mörgu.

 Af bláu bókunum man ég vel eftir bók sem hét „Gunnar og leynifélagiđ" og einnig eftir einni sem hét „Sigmundur og kappar Karls konungs". Sú saga var aftan úr grárri forneskju ţví ţessi Karl var Karlamagnús sjálfur. Sigmundur var frá Fuldu og komst til einhverra metorđa viđ hirđ Karlamagnúsar. Međal annars ţekkti hann nokkrar af hinum svokölluđu fullkomnu tölum (Talan er fullkomin ef hún er jöfn summunni af öllum ţeim tölum sem ganga upp í hana) Mig minnir ađ fyrstu ţrjár tölurnar séu 6 28 og 4096, en ég nenni ekki ađ ganga úr skugga um hvort ţađ er rétt.

Ég man líka eftir ađ hafa lesiđ bókina „Hetjur heimavistarskólans" og fundist mikiđ til hennar koma. Hún er frá Danmörku og međal annars man ég eftir ţví ađ ljón slapp ţar úr búri og gerđist mikil saga af ţví. Ein bók sem ég las var kölluđ „Blámenn og villidýr". (Eflaust full af kynţáttafordómum) Nonna og Manna bćkurnar voru líka afburđaskemmtilegar. Frásögnin af bardaganum viđ ísbjörninn var alveg meiriháttar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég las alla Nonna og Manna bćkurnar og ţađ sem er mér ferskast í minni er frásögnin um bardagann viđ ísbirnina.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.5.2008 kl. 05:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband