27.5.2008 | 02:49
347. - Listablogg, séra Baldur og Lára Hanna
Sá frétt um að tveir norskir bloggarar hafi sótt um listamannalaun. Hraustlega gert hjá þeim. Er ekki bara eðlilegast að þeir sem búa hlutina til segi hvort þeir eru list eða ekki? Ef ég segi að þetta blogg sé list, þá er það bara list. Hversu merkileg hún er, verða aðrir að dæma um. Ekki held ég samt að ég muni sækja um listamannalaun fyrir þetta.
Það er áhugavert að fylgjast með skrifum þeirra Baldurs Kristjánssonar í Þorlákshöfn og Láru Hönnu um Bitruvirkjun. Baldur vill náttúrulega fá iðnað í sveitarfélagið og nú lítur meira að segja út fyrir að hann fái ekki einu sinni vatnið hans Jóns Ólafssonar. Þessvegna er hann svolítið sár yfir að Bitruvirkjun skyldi vera slegin af. Lára Hanna er hins vegar sigri hrósandi og ég lái henni það ekki.
Baldur er talsvert beittur þegar kemur að flóttamannamálum, rasisma og þess háttar. Nú er hann farinn að skattyrðast við Moggann og tala um Jyllandspost-teikningarnar meðal annars.
Ég held að við þurfum að fara dálítið varlega þegar heilu þjóðirnar eru dæmdar eftir sögusögnum og blaðafréttum af einstökum atvikum. Ekki dreg ég samt í efa að viðbrögð margra við nefndum teikningum voru alltof harkaleg. Kannski eru voðaverkin sem sögð eru tengjast þessum málum einangruð dæmi um vandræðamenn sem æstir hafa verið til óhæfuverka. Engar æsingar urðu hér á landi þegar æran var dæmd af Úlfari Þormóðssyni um árið eða þegar Spaugstofumenn voru teknir á teppið. Var ekki málfrelsi þeirra mikilvægt?
Í mínum huga er spurningin í þessu máli sú hvort skuli setja ofar málfrelsi eða mannréttindi. Þar stendur hnífurinn í kúnni, ef svo má segja. Má ég segja allt, bara ef það er satt, eða á ég að taka tillit til annarra?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Innlitskvitt
Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.5.2008 kl. 05:35
Egyptar þekktu fæstir til Íslands svo iðulega þurftum við að segja hvar á kortinu landið lægi. Okkur varð einu sinni á að segja að Ísland væri á milli Grænlands og Danmerkur. Egyptinn varð undarlegur á svipinn og sagði að danir féllu þeim ekki í geð vegna teikninganna frægu. Eftir það sögðum við alltaf að Ísland lægi á milli Noregs og Grænlands.
Anna Einarsdóttir, 27.5.2008 kl. 17:57
Ég var nú bara í vinsamlegu rökræðu við danskan heimspeking sem Mogginn tók viðtal við. það var gott framtal hjá Mogga. Ég var nú ekkert svo ósammála Láru hvað varðar Bitruvirkjun- ekkert sjálfsagt mál að virkja þar- en auðvitað sé ég eftir atvinnustarfsseminni. Þakka annars pistilinn. kv. B
Baldur Kristjánsson, 27.5.2008 kl. 21:21
Mér finnst alltaf einkennilegt þegar útlendingar vita ekki af Íslandi á landakorti, þessari stóru eyju úti í miðju Atlantshafi. Mér finnst alveg sjálfsagt að hver maður þekki löndin á landakorti heimsins sem hljóta alls staðar að vera til. Ég held að nafn einskis lands í heiminum sé mér óþekkt.
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.5.2008 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.