25.5.2008 | 00:08
345. - Magnúsarmálið, skúrar, netbóla og ferðasögur
Magnúsarmálið heldur áfram að þvælast fyrir Frjálslynda flokknum. Ég get ekki að því gert að mér finnst Egill frændi (austurlandaegill.blog.is) hafa komist vel að orði á blogginu sínu þegar hann kallar þá sem berjast gegn komu flóttamannanna til Akraness "landslið fábjána". Ég hef áður bloggað um þetta mál og þeir sem mitt blogg lesa vita mínar skoðanir á því, svo ég ætla ekki að fjölyrða meira um það.
Áhugaverðar pælingar um skúra mynduðust í kommentakerfinu mínu með síðustu færslu. Mér datt ekki einu sinni í hug að Nanna Rögnvaldardóttir læsi bloggið mitt. Ég las bloggið hennar oft áður fyrr (alltof sjaldan nú orðið) og sögurnar hennar af Sauðargærunni, sem hún kallaði svo, eru einfaldlega með því allra besta sem ég hef lesið um börn. Þó hugleiðingar hennar um skúrir og skúra séu kannski í andstöðu við einhverjar orðabækur tek ég fullt mark á þeim. Mér finnst bera of mikið á því að menn séu afdráttarlausari í dómum um íslenskt mál en ástæða er til. Sjálfur er ég eflaust ekki betri en aðrir.
Ég og systir mín þóttumst vera voðalega gáfuð og ég man að við gerðum oft grín að mömmu fyrir að nota orðalagið "mig stansar á" þegar hún var hissa á einhverju. Nú kemur mér síður til hugar að sýna yfirlæti ef ég heyri orðalag sem mér finnst einkennilegt.
Á dögum netbólunnar voru oft í dagblöðunum fréttir af alls kyns fyrirætlunum. Morgunblaðið sem ég las gjarnan á þeim tíma, var oft uppfullt af því hvað hinir og þessir höfðu í hyggju að gera á Netinu. Blaðamannsgreyin skildu stundum greinilega ekki hvað var verið að tala um, en reyndu að skrifa gáfulega um efnið. Auðvitað runnu þessar ráðagerðir miklu oftar út í sandinn en að eitthvað vitrænt kæmi út úr þeim.
Mér er líka minnisstæð ein stórfrétt úr Mogganum frá því fyrir Netvæðinguna. Þar var skrifað um það hve dýrt væri að vera áskifandi að BBS-um hér á Íslandi. Blaðið hefði áreiðanlegar upplýsingar um að þessi kostnaður væri miklu minni í Bandaríkjunum og birti símanúmer eitt því til sönnunar. Þetta símanúmer væri tengt tölvu með svonefndu módemi og þangað væri hægt að sækja allskonar forrit og hvers kyns upplýsingar. Alveg gleymdist að geta þess að til að tengjast þessu símanúmeri þurfti að greiða fyrir símtal til Bandaríkjanna. Á þeim tíma var það fjarri stofnuninni "Póstur og Sími" að gefa slíkt.
Í fyrra fylgdist ég af áhuga með ferð tveggja mótorhjólamanna umhverfis hnöttinn. Ferðasagan birtist hér á Moggablogginu (sverrirt.blog.is) í mörgum hlutum og það var verulega áhugavert að fylgjast með þessu. Nokkru fyrr fylgdist ég með ferð útlendinga á kajökum í kringum Ísland. Það var líka mjög áhugavert. Mér finnst einfaldlega eins og ég sé orðinn þátttakandi í svona ferðum ef ferðasagan er vel og skemmtilega skrifuð. Ég fylgist þó ekki með neinu af þessu tagi um þessar mundir og er það skaði. (Það er þá helst austurlandaegill, en hann er ekki alveg úr þessari skúffu)
Get ekki neitað því að ég kíkti aðeins á söngvakeppnina, þó ég þyrfti að horfa á aksjónina í litlum glugga í tölvunni. Berthold (bert hold) stóð sig vel þarna eins og við var að búast. Mikið ef hann er ekki bara að taka þessa söngvakeppni yfir.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Innlitskvitt
Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.5.2008 kl. 09:50
Ég er Skagamaður og jú hér í bænum er eitthvert lið sem hagar sér eins og fábjánar og er það miður. Það er sorglegt þegar menn sjá sig knúna til að haga sér svona og vera á móti því að hjálpa fólki sem á virkilega bágt.
Valsól 25.5.2008 kl. 21:32
Áskorun til ríkissaksóknara um að lögsækja Magnús Þór.
http://www.petitiononline.com/magthor/petition.html
Sveinn Helgason 25.5.2008 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.