24.5.2008 | 01:19
344. - "Hvort viltu heldur vera ánægt svín eða óánægður Sókrates?"
Þegar ég las kommentið frá Benedikt Axelssyni við mitt næstsíðasta blogg datt mér í hug setningin: "Hvort viltu heldur vera ánægt svín eða óánægður Sókrates?" Þetta er setning sem ég heyrði fyrst fyrir margt löngu. Með árunum hef ég sífellt hallast meir og meir að svíninu.
Mér finnst samt ekkert varið í að vera "bara" vinsæll. Það er margt annað sem ég vildi fremur vera. En auðvitað ræður maður því ekki sjálfur. Mér finnst mjög gaman að fá slatta af kommentum í kerfið mitt, jafnvel þó þau séu frá Benedikt Axelssyni eða Gunnu á Þursstöðum. Það fær mig til að trúa því, að einhverjir lesi það sem ég skrifa.
Einu sinni átti ég í vandræðum með að vera meðal 400 vinsælustu Moggabloggaranna, en nú er það ekki vandamál lengur, svo er Árna Hattímasar fyrir að þakka. Það er mér heldur ekkert vandamál að fimbulfamba eitthvað hér daglega. Ég reyni samt að hafa það sæmilega læsilegt og skiljanlegt, sem er meira en sumir gera.
Það var Haraldur Á. Sigurðsson leikari og feitabolla sem sagði einhvern tíma: "Allt sem eitthvað er varið í er annað hvort fitandi eða ósiðlegt". Nú er eiginlega ekkert ósiðlegt lengur. Að minnsta kosti ekki í kynferðismálum, en ég held að Haraldur hafi átt við eitthvað slíkt. Aftur á móti er bókstaflega allt orðið fitandi. Sérstaklega það sem ódýrt er. Getirðu talið einhverjum trú um að eitthvað sé ekki mjög fitandi, er samstundis kominn grundvöllur til að selja það á uppsprengdu verði.
Ég er alltaf talsverður "stickler" fyrir málfari og á erfitt með að þola að aðrir noti verra mál en ég tel hæfilegt. Í veðurspá sjónvarpsins 20. maí s.l. var talað um að búast mætti við að einhverjir skúrir yrðu. Kynvilla af þessu tagi fer ákaflega í taugarnar á mér. Ég ólst upp við að regndropaskúrir væru kvenkyns en geymsluskúrar karlkyns. Frá þessu vil ég helst ekki hvika og þori ekki einu sinni að líta í orðabók þessu til staðfestingar, því auðvitað gæti þarna verið um einhvern mállýskufjanda að ræða, en ekki naglfast íslensku-lögmál.
Einn af þeim bloggurum sem ég les alltaf bloggið hjá er Arnþór Helgason. (arnthorhelgason.blog.is) Arnþór er skemmtilegur bloggari og kemur víða við. Í nýjasta bloggi sínu gagnrýnir hann Reykjavíkurborg fyrir lélegt aðgengi að upplýsingasíðum sínum. Fyrirsögnin hjá honum er svona: "Brýtur Reykjavíkurborg mannréttindi með heimasíðu sinni?" Ég segi bara frá þessu, því hugsanlega eru það allt aðrir sem lesa mitt blogg að jafnaði en hans og þessi ádrepa á erindi til margra.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:21 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þú ert afskaplega kynvís hvað skúri og skúra varðar, þetta er alveg hárrétt hjá þér. Skúr í merkingunni regnskúr eða skúraveður er kvenkyns en karlkyns í merkingunni bílskúr eða kofi. Fleirtalan er skúrir (kvk.) og skúrar (kk.)
Og ég þarf varla að endurtaka það, að ég les allt sem þú skrifar - hvert einasta orð og allar athugasemdir þótt ég blandi mér ekki alltaf í umræðurnar.
Bestu kveðjur,
Lára Hanna Einarsdóttir, 24.5.2008 kl. 01:36
... ég líka
Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.5.2008 kl. 11:04
.......og ég líka, þó nú væri! Kaffi eða te, Sæmundur skólabróðir?
ellismellur 24.5.2008 kl. 11:42
Þá verð ég að hryggja þig með því að þetta er mállýskumunur. Ég ólst upp við það í Skagafirði að skúr væri karlkyns, hvort sem það var rigning eða kofi, og fannst (og finnst enn, þótt ég fari ekki hátt með það) ákaflega vitlaust að heyra talað um skúr í kvenkyni. Ekki skal ég segja hvort er upprunalegra en þessi munur er mjög gamall - eða svo ég vitni í Pál Vídalín: ,,Norðlínga kennum vér af generibus vocum grammaticis, svosem ,,skúr`` er hjá þeim karlkennt, en kvennkennt hjá Sunnlíngum."
En á þessu verður hver að hafa sína skoðun og stundum rifjast upp fyrir mér viðbrögð afa míns, þegar hann var búin að hneykslast drjúgum á einhverri málvillu og bróðir minn benti honum á að málfar sem honum var tamt væri alveg jafnvitlaust. Afa varð nokkuð um og hann þagnaði um stund en sagði svo: ,,Ja, hitt er verra, því það er sunnlenska."
Nanna Rögnvaldardóttir, 24.5.2008 kl. 15:47
Bráðskemmtilegt innlegg frá Nönnu og sýnir okkur hve óvarlegt er að alhæfa um íslenskt mál. Þar sem mállýskur eru fágætar á Íslandi finnst mér alltaf fengur að þeim og synd að þær séu að deyja út.
Lára Hanna Einarsdóttir, 24.5.2008 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.