335. - Stutt blogg

Ég er að æfa mig í að blogga fremur stutt. Líklega er ég oft full-langorður og jafnvel of hátíðlegur líka og yfirlætislegur. Í bloggi er maður aðallega eins og maður vill að aðrir sjái mann. Þetta blogg verður þvi afar stutt. Eiginlega ekki nema tveir frekar lélegir brandarar og smáhugleiðing um Frjálslynda flokkinn. Nei annars, ég sleppi þessu síðasta.

Prestur einn kom þar að sem maður nokkur var að reyna að koma bíl sínum í gang. Maðurinn krossbölvaði aftur og aftur og reyndi hvað eftir annað að koma bílnum í gang en árangurslaust. Prestinum blöskraði orðbragðið hjá manninum og stakk uppá því að hann prófaði að fara með bæn og biðja bílinn með góðu að fara nú í gang. Prestinum til furðu samþykkti maðurinn þetta og gerði eins og fyrir hann var lagt. Ekki er að orðlengja það að bíllinn rauk í gang við þetta og þá segir prestur stundarhátt:

"Ja, hver andskotinn."

Maður einn á gömlum og útslitnum bíl kom að brattri brekku. Hann stöðvaði bílinn, opnaði eina hurðina og skellti henni aftur og keyrði síðan af stað.

Maður sem með honum var fylgdist furðu lostinn með þessum aðförum og sagði síðan:

"Hvers vegna í ósköpunum gerðirðu þetta?"

"Jú, sjáðu til. Nú heldur hann að einhver hafi farið úr bílnum og tekur brekkuna léttar."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Mér fannst sá fyrsti helvíti góður. 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.5.2008 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband