13.5.2008 | 00:30
333. - Um fótbolta og fleira
Um það leyti sem Íslendingar keyptu knattspyrnuliðið Stoke City ákvað ég að fara að fylgjast með ensku knattspyrnunni. Auðvitað valdi ég Stoke sem mitt uppáhaldslið, það lá beint við. Ekki var það vegna einhverrar aðdáunar á Guðjóni Þórðarsyni, sem mér hefur alltaf þótt vera óttalegur frekjuhundur, heldur bara af því að eitthvert uppáhaldslið varð maður að hafa.
Í eldgamla daga man ég eftir að hafa fylgst af talsverðum áhuga með Leeds United þegar menn á borð við Billy Bremner og fleiri voru þar. Þá var það liðið til að sigra, en nú eru þeir víst á hraðri leið til glötunar, en Stoke komið í úrvalsdeildina. Ég er reyndar hræddur um að vera þeirra þar verði ekki löng.
Ég man að Stoke áhuganum fylgdi það að ég fór að skrifa reglulega pistla undir dulnefni á spjallborðið þeirra. Þeir voru á ensku sem alls ekki er mér töm og voru alltaf kallaðir "Letter from Iceland." Ég var líka áskrifandi að einhverju aðdáendatímariti og fylgdist vel með árangri liðsins. Þekkti orðið nöfn allra sem þar voru á mála og las reglulega það sem skrifað var á Oatcake spjallborðið. Þar lærði ég að kalla Manchester United, Manure, hata Port Vale og hafa lítið álit á Crewe Alexandra.
Ég man að ég var líka fyrstur til að segja frá því á spjallborðinu að Guðjón hefði ekki verið endurráðinn eftir að honum tókst að koma liðinu upp í næstefstu deild. Sumir vildu ekki trúa þessu og mikið var bollalagt um hve trúverðugur ég væri. Þá var ég að vinna á Stöð 2 og einhverjir vissu það og ég var álitinn trúverðugri vegna þess.
Þetta var nú þá og á endanum læknaðist ég af þessari áráttu. Fótbolti er auðvitað í eðli sínu ekkert annað en lífsflótti. Menn reyna að telja sér trú um að hann skipti máli og setja sig vel inni í málin hjá sínu liði og rífast svo við aðdáendur annarra liða. Verða jafnvel æstir og óðamála.
Ef fjöldi athugasemda við bloggfærslur er mælikvarði á hve vel hefur til tekist, hefur færsla mín frá í gær um Evrópusambandið tekist allvel (miðað við þann fjölda kommenta sem ég er vanur að fá). Mér finnst sumar athugasemdirnar að vísu dálítið furðulegar, en sé ekki ástæðu til að svara þeim sérstaklega. Minni þó á að orðið "kommúnisti" er bara orð og greinilega leggja menn misjafnan skilning í það. Kannski á ég eftir að koma síðar inn á þau málefni sem reifuð voru í áðurnefndri bloggfærslu, en ekki núna.
Svo virðist sem hin illræmdu eftirlaunalög verði afnumin. Vonandi er það rétt. Skömm þeirra sem að þessu stóðu er mismikil, en óþarfi að fjölyrða um það nú.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
góður pistill.kv adda
ps.elskurnar mínar, langar að benda ykkur á þessa ungu hetju og biðja fyrir henni.Hún heitir Sigrún og er ung móðir með hvítblæði,og er úti í svíþjóð þessa dagana í mergskiptum.Þetta er erfið meðferð sem reynir á hetjuna mína!
ps.afsakaðu að ég tróð þessu inn á bloggið þitten allar bænir og hugsanir hjálpa henni
http://sigrunth.bloggar.is/
Adda bloggar, 13.5.2008 kl. 12:45
Ég var með áhuga á fótbolta... núna er ég af einhverjum óskiljanlegum ástæðum búinn að missa allan áhuga.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.5.2008 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.