12.5.2008 | 00:09
332. - Það var ekki kapítalisminn sem gekk af kommúnismanum dauðum, það voru Sovétmenn sem eyðilögðu hann
með misheppnaðri tilraun. Það sem einkum má læra af þessari misheppnuðu tilraun er að kommúnisma verður trauðla komið á með byltingu. Hægfara þróun er heppilegri. Hvort sú þróun tekur tuttugu ár eða tvöhundruð skiptir litlu máli. Eiginlega var sjötíu árum stolið úr lífi margra þjóða. Bæði Rússa og annarra. En kommúnisminn mun koma aftur. Fyrstu merkin um það eru í Evrópubandalaginu. Það er þess vegna sem ég er fylgjandi aðild að því. Ég er nefnilega kommúnisti.
Já, sósíalismi eða kommúnismi er límið í Evrópubandalanginu hvort sem menn vilja viðurkenna það eða ekki. Þjóðernishyggjan og ættjarðarástin er það sem einkum stendur kommúnismanum fyrir þrifum. Þó vinnast sigrar. Ekki voru Austur Evrópuþjóðir fyrr sloppnar úr tilrauninni hjá Sovétmönnum en þær vildu ólmar komast í aðra tilraun. Hún virðist á margan hátt vera mildari og reynir að ná tökum á hugum fólks, án beinnar andstöðu við kapítalískt skipulag.
Eitt af því sem gerir mig hvað mest fráhverfan vestrænu skipulagi er sú áhersla á helgi eignarréttarins sem þar ræður ríkjum. Þetta skipulag er til dæmis nú þegar orðið ónothæft á sviði höfundarréttar og einkaleyfa. Það stríðir einfaldlega gegn allri skynsemi, að óefnislegir hlutir sem stafræn tækni hefur gert mögulegt að afrita óendanlega mörgum sinnum, án verulegs kostnaðar, séu eign einhverra.
Auðvitað er það hugvit og sköpun að búa verkin til upphaflega, en það er engin sanngirni í því að notendur skuli endalaust eiga að halda áfram að borga fyrir það sem vinsælt er, og helst því meira sem það er vinsælla. Miklu eðlilegra er að þeir sem verkin gera upphaflega fái eðlilega greiðslu fyrir það og hugsanlega vernd fyrir afritun í stuttan tíma, en síðan verði öll notkun frjáls og heimil.
Þegar stafræn tækni fer að ráða við efnislega hluti verða mörk eignarréttarins ennþá óskýrari og flóknari. Sú eignarréttarhugsun sem hið kapítalíska skipulag Vesturlanda byggist á, gerir ráð fyrir skorti á öllu. Þegar skorturinn er ekki lengur til staðar (hann hefur þegar yfirgefið hugverkin) verður augljóst hve mikið slík hugsun tefur fyrir allri framþróun.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:10 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Það mættu fleiri stuðningsmenn ESB vera jafn heiðarlegir og þú og viðurkenna að þeir séu kommúnistar.
Johnny Rebel 12.5.2008 kl. 00:34
Athyglisverð kenning þín um hægfara þróunina.
Hitler ætlaði að sameina alla Evrópu í Þriðja ríkinu, en fór með offorsi. Nú er verkefni hans að verða að veruleika með hægðinni, í Evrópubandalaginu.
Sigurður Hreiðar, 12.5.2008 kl. 10:16
Dýra-, plöntu- og skordýrategundir deyja út á hverjum degi. Sú tegund sem aðhyllist kommúnisma er að deyja út eins og alþjóð veit. Góður textinn um næstsíðasta geirfuglinn og þessi færsla segir hugsanlega frá næstsíðasta kommanum.
Hef verið að kynna mér aðeins hvað er að gerast á Kúbu undanfarið og það er gaman að sjá hvernig þróunin er. Kastró var spes og nýtti sér þörf rússana á að láta taka eftir sér. Til að gera langa sögu stutta þá fór allt í kássu hjá kúbverjum þegar múrinn féll. Skrúfað var fyrir sovíet kranann og allir sultu. Til að redda málunum þá fór þjóðin að standa á eigin fótum og bjarga sér sjálf enda sýndi það sig að Kastró og kommúnisminn var gagnslaus. Með sjálfsþurftarbúskap reddaði þjóðn sér, einstaklingsframtakið á hverju götuhorni. Núna er gaman að horfa á að á Kúbu er ein mesta og framsæknasta lífræna ræktun sem fyrirfinnst. Á öllum götuhornum, húsasundum, almenningsgörðum og hver sem hægt er, er verið að rækta mat þar sem "stóri bróðir" klikkaði.
Þegar síðan kemur í ljós að sumir þessara einstaklinga sem eru í ræktuninni rækta aðeins meira en þeir torga þá vilja þeir fara út á götu og selja afurðina. Þetta var bannað ! já bannað ! vegna þessa að eðlileg viðskipti sem maðurinn hefur stundað frá upphafi vega fellur ekki að kommúnismanum. En þar sem þjóðin svalt þá sá Raoul og Kastró að þetta yrði að leyfa - þ.e. kapitalisma í hnotskurn, ég framleiði meira en ég þarf að nota og vil því selja það og græða á því. Þá get ég keypt mér nýtt sæði eða sápustykki til að þvo konu og börn.
kíktu á þetta myndbrot frá Kúbu:
http://www.youtube.com/watch?v=xnLvP57UWh8
það segir meira en þúsund orð um fall kommúnismans.
Ef þú síðan heldur áfram að vera kommi þrátt fyrir það þá er ekki hægt að bjarga þér.
Sighvatur Lár 12.5.2008 kl. 13:53
Kommúnismi er hugmyndin um algjört jafnræði fólks sem stangast þvert á við lög náttúrunnar og er svo sannarlega ekki enn byrjuð að deyja út. Þetta er bara komið fram undir nýjum nöfnum.
Johnny Rebel 12.5.2008 kl. 14:02
Merkilegt að mönnum skuli takast að rugla saman fjórfrelsinu og heimskulegustu og verstu hugmynd síðustu 1000 ára ca. Það er greinilega allt hægt ef menn ætla sér það...
IG 12.5.2008 kl. 15:13
Kommúnisminn er í raun falleg og góð hugmynd, en því miður erum við manneskjur ekki nógu þróuð til að notast við þetta...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.5.2008 kl. 15:54
Sammála Gunnari Helga. Alltaf finns mér samt jafn stórmerkilegt þegar deilt er um kommúnisma og kapitalisma. Hvorutveggja er hugmyndafræði sem taka verður mið af þegar samfélagslegar reglur eru settar. Aftur á móti eru bæði kerfin handónýt ef stjórna á eftir þeim í blindni.
Mér kemur í hug samlíking:
Síðustu áratugi hefur íslenskum reiðkennurum og reiðlistamönnum tekist að þróa afar árangursríkar og skilvirkar aðferðir við tamningu og meðferð reiðhesta, bæði í almennri notkun sem við sýningar og keppni. Um þetta hafa verið samdar fjölmargar kennslubækur til leiðsagnar fyrir byrjendur.
Þrátt fyrir þetta ráðlegg ég engum að stunda hestamennsku og reiðlist með bókina eina til leiðsagnar í öllu efni.
Árni Gunnarsson, 12.5.2008 kl. 16:28
P.s. Við Íslendingar seldum ríkisbankana og fengum markaðshyggjuna til reynslu í nokkur ár. Sjáum við ekki blómaskeið framundan í hverjum krók og kima?
Árni Gunnarsson, 12.5.2008 kl. 16:34
Árni góður að vanda!
Lára Hanna Einarsdóttir, 13.5.2008 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.