330. - Borgarastríð í Líbanon? Einu sinni, einu sinni enn

Það var fyrst í dag sem ég sá fréttir um að ástandið í Líbanon færi síversnandi. Í framhaldi af því ætlaði ég að kíkja á blogg bloggvinar míns Davíðs Loga Sigurðssonar, sem síðast þegar ég vissi starfaði í Líbanon.

Þá uppgötvaði ég að hann var ekki lengur bloggvinur minn. Þessu hafði ég einfaldlega ekki tekið eftir fyrr. Þegar ég ætlaði síðan á bloggið hans samt sem áður, var það læst. Ég sendi beiðni um að fá aðgang að því og fékk hann fljótt.

Ef hann vill ekki vera bloggvinur minn lengur verður bara að hafa það. Það er samt alltaf áhugavert að lesa bloggið hans. Ég skil ekkert í því hvað það var auðvelt að gleyma honum eftir að hann ákvað að losa sig við mig og líklega einhverja fleiri, því ég sé ekki betur en bloggvinir hans séu orðnir fremur fáir.

Jú, jú. Davíð er enn í Líbanon, en vonandi ekki í neinni hættu. Annars getur ástandið þar breyst með litlum fyrirvara.

Hér áður fyrr var myrkur myrkur. Nú getur fólk náð fullorðinsaldri án þess að hafa nokkru sinni séð almennilegt myrkur. Auðvitað eru götur upplýstar og skær ljós í næstum því hverjum glugga. Erfitt er að varast þá hugsun að sum ljós séu minna þörf en önnur.

Mér datt þetta í hug þegar mér varð litið inn í stofu áðan eftir að búið var að slökkva loftljósin þar. Rautt ljós á sjónvarpinu, að minnsta kosti 5 eða 6 ljós á routernum, ljós á fartölvunni, blátt ljós á einni mús og rauð eða gul ljós á einhverjum fleiri raftækjum. Meira að segja fjöltengi geta ekki án ljósadýrðar verið. Eitthvert raftæki blikkaði meira að segja öðru hvoru.

Á mbl.is er Taser frétt sem er mjög athyglisverð. Púkinn gerir þetta mál að umtalsefni og ég hvet fólk til að lesa þá grein. Í áðurnefndri mbl.is grein er samt ein setning sem mér finnst alveg gullvæg og ætti hiklaust að ramma inn. Veit samt ekki hvar væri best að hengja hana upp. Þessi setning er svona: "Bæði Amnesty og Taser International voru stofnuð í göfugum tilgangi."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband