327. - Skák og Evrópumál - framhald

Ég fæ yfirleitt ekki mörg komment á mitt blogg. Tveir nafnleysingjar eru þar samt stundum á ferli. Ellismell og nöldursegg minnir mig að þeir kalli sig. Þeir hafa eflaust sínar ástæður til að koma ekki fram undir nafni og mér finnst sjálfsagt að virða þær. Komment þeirra eru líka alltaf málefnaleg og valda alls engum vandræðum. Mig grunar að þeir séu báðir skólafélagar mínir frá Bifröst en veit ekki hverjir þetta eru.

Í síðasta bloggi ræddi ég smávegis um Evrópumál og sagði eitthvað á þá leið að á endanum verði þessi mál ekki reikuð út með plúsum og mínusum heldur verði menn að taka afstöðu útfrá tilfinningu. Tilfinningarök ráða líka oft afstöðu fólks til stjórnmálaflokka. Slík rök eru á engan hátt ómerkilegri en svokölluð staðreyndarök, þó oft sé reynt að gera þau tortryggileg.

Staðreyndarök geta breytt afstöðu fólks, á því er enginn vafi. Þau geta líka virkað í öfuga átt og haft áhrif á tilfinnarök sem fyrir eru. Staðreyndarök um Evrópumálin leiða menn stundum útí óttalega vitleysu og þar má til dæmis benda á linsoðnu eggin hans Ögmundar.

 

  • 1. e4 e5
  • 2. Rf3 Rc6
  • 3. Bc4 Rf6
  • 4. Rg5 d5
  • 5. exd5 Rd4
  • 6. d6 Dxd6
  • 7. Rxf7 Dc6
  • 8. Rxh8 Dxg2
  • 9. Hf1 De4
  • 10. Be2 Rf3 mát

Þetta var kallað fjalakötturinn eða fjósabragðið í mínu ungdæmi og ég man að mér þótti þetta afar merkileg byrjun á sínum tíma. Ég hef alltaf haldið tryggð við þessa byrjun og leik t.d. gjarnan Rg5 í fjórða leik ef ég fæ færi á því. Þegar ég tefli á Netinu vil ég yfirleitt hafa hvítt og byrja alltaf eins. Það er að segja með fjalakattarbyrjuninni. Auðvitað er það undir andstæðingnum komið hve lengi þessari leikjaröð er fylgt. Algengust eru einhver afbrigði af Sikileyjarvörn eða þá af tveggja riddara tafli, Evans bragði eða Ítalska leiknum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband