320. - Herrabre, Gurrí, Guðmundur Sigurfreyr, Sævar Ciesielski o.s.frv.

Bjarni Rúnar Einarsson skrifar athugasemd á næstsíðasta blog hjá mér og skrifar síðan um Moggabloggið á sitt eigið blog (herrabre.blog.is). Þar leggur hann til nokkrar breytingar og ég hvet þá sem áhuga hafa á þessum málum að kynna sér þær tillögur. Ég mun væntanlega skrifa um þetta alltsaman þó síðar verði, því mér finnst allt sem snertir blogg sem slíkt mjög athyglisvert, þó ég sé sjálfur ákaflega gamaldags í þessum málum.

Gurrí linkar í sínu bloggi í Nostradamusarbókina sem Netútgáfan gaf út á sínum tíma. Gott hjá henni.

Það var mikið verk að koma þessu á Netið á sínum tíma. Ég man að ég vonaðist til að fleiri en Guðmundur Sigurfreyr kæmu með bækur til okkar í tölvuskrám og bæðu okkur um að gefa þær út. Svo fór þó ekki enda höfðu menn ekki krónu uppúr því að skipta við okkur. Guðmundur var langt á undan sinni samtíð og er líklega enn.

Sævar Ciesielski ætlaði að leyfa okkur að gefa út bók sem hann stóð að útgáfu á og fjallaði að mig minnir um beiðni hans um endurupptöku Geirfinnsmálsins. Hann átti í viðræðum við mig um útgáfuna en svo var þetta birt annars staðar, held ég.

Ég er nú svo mikill vantrúarhundur að ég trúi ekki nokkurn skapaðan hlut á Nostradamus frekar en aðra spámenn. Líklega hefur það verið þegar ég las í æsku ævisögu Harrys Houdinis, hins heimsfræga töframanns, sem ég var bólusettur fyrir lífstíð gegn miðlum og allskyns öðrum hindurvitnum.

Fékk tilkynningu áðan í e-mail um að ég hefði unnið 891.934 pund í breska lottónu. Auðvitað hef ég áður fengið Nígeríubréf og annan ófögnuð, en ég á samt erfitt með að ímynda mér að fólk taki svona bull alvarlega.

Jafnvel þó fólk trúi svona löguðu og svari bréfinu, þá get ég ekki séð að annað sé á þessu að græða fyrir sendandann en eitt vesælt póstfang sem hann þarf síðan að koma í verð hjá einhverjum spam-meistara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Heiðar Hauksson

Ég las líka Houdini í æsku en hef samt trú á Drottinn Jesús.

Með vinsemd og virðingu. Svanurinn.

Svanur Heiðar Hauksson, 29.4.2008 kl. 12:47

2 Smámynd: Loopman

Hvort er jesú drottin eða guð drottinn? Hver þá þessi heilagi andi? Hvað er heilagur eiginlega?

Loopman, 29.4.2008 kl. 21:40

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heimurinn lítill ... mér fannst voða gaman að lesa þetta um Nostradamus. Bestu þakkir.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.5.2008 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband