20.4.2008 | 01:11
311. - Skúlamál hin nýju
Ég er nú svo takmarkaður, að ég vissi ekki einu sinni af þessum málum sem sagt er að skeki bloggheima um þessar mundir. Þegar mest er að gera hjá mér við annað eru það einkum bloggvinir mínir sem ég les á Moggablogginu. Þar er lítið minnst á þessi mál og það var Vilhjálmur Örn sem ég tók eftir að fór að tala um vin sinn Skúla Skúlason sem útilokaður hefði verið af Moggablogginu.
Þá fór ég að leita að frásögnum af því sem gerst hefði. Ég hef aldrei lesið bloggið hans Skúla, en rakst fljótlega á grein á dv.is (sem ég les eiginlega aldrei) um þetta mál. Ég las ekki mikið um þessi mál, því þau eru ekki beinlínis á mínu áhugasviði.
Ég vil þó segja að mér hefur aldrei blandast hugur um að á endanum er það ritstjórn Morgunblaðsins sem ræður því hverjir skrifa á Moggabloggið. Aðrir ráða á öðrum bloggsvæðum og ef enginn réði neinu yrði þetta fljótlega óskapnaður sem allir yfirgæfu. Mér finnst þeir Moggabloggsmenn alls ekki vera hægrisinnaðri en gera mátti ráð fyrir. Vinstrisinnaðir eru þeir varla. Hallir undir menningarelítuna? - kannski.
Mér finnst Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson vera múslimahatari og gyðingaelskari og lenti í hálfgerðum deilum við hann fyrir nokkru þegar mér fannst hann ráðast að Bobby Fischer að ósekju. Vissulega var Fischer óttalegur gyðingahatari, en hann var svo margt annað líka.
Fór um daginn á Borgarspítalann og meðan ég beið fletti ég Mannlífsblaði. Í því var grein eftir Ólaf Ragnarsson fyrrum skipstjóra og bloggvin minn. Ekki las ég þá grein gaumgæfilega enda minnir mig að Ólafur hafi sagt undan og ofan af þeim ævintýrum á blogginu sínu sem fjallað er um í blaðinu.
Líka var í blaðinu grein um blogg og ýmislegt þar fróðlegt. En um blogg og blöð má eflaust segja líkt og mig minnir að Árni Magnússon hafi sagt forðum um errobus. Sumir ýta honum á flot en aðrir reyna að kveða hann niður og hafa svo hvorir tveggju nokkuð að iðja". Misskilningur sumra blaðamanna á eðli bloggs er illskiljanlegur.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Hvenær bjargaðir þú síðast lífi múslíma, Sæmundur?
Það gerði ég síðast árið 2005. http://illegalt.mahost.org/article.php3?id_article=106
Er ég múslímahatari, vegna þess að ég hjálpaði til við að koma í veg fyrir að múslímar væru sendir til Íran, þar sem ekkert beið þeirra annað en pína?
Hvernig stendur á því að maður sem felur sig bak við kattarrass hafi svo mörg horn í síðu mína.
Hvað gengur eiginlega að þér maður?
Bentu mér svo á Múslímahatur á bloggi mínu!
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.4.2008 kl. 06:09
Skúli Skúlason var bloggvinur minn eins og þú, sem sýnir vinsemd þína með því að kalla mig múslímahatara. Fínn vinur það!
Hér er bréf frá ritstjórn Moggabloggsins, þar sem tekinn er af allur vafi. Það er tóm tjara að ég skuli vera múslímahatari. Það segja sömu mennirnir sem hafa fengið sér lögfræðing til að skera úr um hvort Skúli Skúlason sé hættulegur á því sviði.
Hvað ert þú Sæmundur?
Það get ég sagt þér. Þeir sem bera út óhróður um annað fólk ættu ekki að vera að blogga. Sendi ég nú þessa færslu til Moggabloggsins og bið þá um að biðja þig að hafa hömlur á stóryrðum í minn garð. Ég hef beðið þig um það sjálfur áður, en það virðist ekki hafa tekist. Hér er svo bréf þeirra á Moggablogginu.
Sæll vertu Vilhjálmur.
Vitanlega færðu góð svör, eða í það minnsta eins góð og ég get skaffað.
Fyrst smá upplýsingar um hvernig vali er háttað í Umræðuna á blog.is:
Starfsmenn blog.is velja inn í umræðuna þá bloggara sem þeim finnst skrifa ört og málefnalega og á góðu máli. Ekkert er hirt um skoðanir viðkomandi, enda skrifar hann undir nafni og stendur hann undir þeim sjálfur. Þú varst valinn inn á sínum tíma vegna þess að þitt sjónarhorn þótti mönnum fróðlegt og færslurnar allar fínar.
Sl. fimmtudag spratt umræða um það hvort meðal "umræðu-bloggara" væru menn með of einsleit blogg, þ.e. væru alltaf að blogga um það sama. (Dæmi um það gæti verið Kristinn Pétursson fiskverkandi frá Bakkafirði sem er mjög uppsigað við kvótakerfið og á það til að blogga ekki um annað löngum stundum.)
Í áðurnefndri umræðu var nafn þitt nefnt og mönnum þótti þú blogga um fátt annað en illsku múslima (nota bene: menn voru ekki að amast við skoðunum þínum, málið snerist um fjölbreytileika umæðunnar). Nú þegar ég sest niður til að skoða blogg þitt sé ég að það er tóm tjara, þ.e. sú staðhæfing að að það sé of einsleitt, og því hefur ég bætt þér á listann að nýju.
Með góðri kveðju,
Sign
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.4.2008 kl. 06:31
http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/512957/
og njóttu svo heilastur á hvíldardegi þínum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.4.2008 kl. 07:12
Sæll Sæmundur. Maður getur varla orða bundist þegar maður sér svona vitleysu.
Vilhjálmur Örn heldur því fram að hann hafi fengið einhverja staðfestingu á því frá moggamönnum að hann sé ekki "múslímahatari" þegar þeir staðfesta aðeins að bloggið hans sé ekki einsleitt. "Nú þegar ég sest niður til að skoða blogg þitt sé ég að það er tóm tjara, þ.e. sú staðhæfing að að það sé of einsleitt, og því hefur ég bætt þér á listann að nýju.
Persónulega hef ég enga skoðun á Vilhjálmi en þessi innlegg hans hér og miðað við kankvíslega tóninn í svörum hans til þín við endurkomublogginu þínu, er hann greinilega ekki með þig á hreinu.
Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2008 kl. 10:55
Mér finnst það skjóta skökku við að manni sem er tamt að kalla aðra gyðingahatara fyrir engar sakir skuli ekki þola að vera kallaður múslimahatari fyrir betri sakir. Jafn skökku skýtur það við að maður sem mótmælir lokun bloggsíðu Skúla Skúlasonar og kallar það ritskoðun æðir í ritstjórn bloggsins og krefst þess að þessu bloggi sé lokað.
Ég er ekki með þessu að segja að kalla beri Vilhjálm múslimahatara, heldur vill ég frekar mælast til þess að Vilhjálmur sé aðeins varfærnari með að kalla aðra gyðingahatara.
Svo bið ég ykkur alla vel að lifa.
Með kveðju Jón Gunnar Ákason
Jonni, 21.4.2008 kl. 13:41
Tek undir með Einari!
Ég skil samt ekki þessa viðkvæmni í fólki lengur. Ég er ekki að skilja t.d. að engin talar um hvað það þýðir að Davíð Von efnahagslegur Svartidauði sem ég er búin að ausa skít yfir og reyna allt mitt besta til að fá þó ekki væri nema svona eitt komment frá MBL, viðvörun eða lokun á síðu, kæru eða eitthvað sem er gaman!
Það er stéttaskipting í þessu landi. Fínt fólk vill ekki kæra bjána og bóndason eins og mig. Ég persónulega hef reynt mitt besta til að ausa skít yfir þessa Ríkisstjórn með öllum þeim ljótustu orðum sem ég lærði á togara og finn í orðabók, og það skeður ekki neitt!
Ath, Blóta ekki í daglegri umgengni við fólk. Hata enga persónu og hef enga ástæðu til þess. Samt finnst mér dapurleg auglýsing á Vísir sendir fréttir sem ekki koma í Morgunblaðinu um mörg mál. Er einhver munur á stjórnmálum og trúmálum? Þeir sem stjóra þessu landi eru ósýnilegir viðskiptamenn og eru hvorki innblandaðir í stjórnmál eða trúmál. Þeir nota bara þessi stjórmál þegar það á við og trúmál þegar það hentar betur.
Vittna í tvær klöguskjóður hjá rakara sem ullu því að hann var hálshöggvinn af því hann sagði eitthvað vitlaust orð.
Sama skeði hjá Skúla. Hvorugum var gefin kostur á að fá verjanda í málinu. Við Íslendingar erum farnir að nota sömu aðferðir og Saudi Arabar nota, nema aðferðin er aðeins öðruvísi.
MBL er komin með digital fallöxi og gapastokk. Verði þeim að góðu. 'eg setti greinina á bloggið mitt.
Óskar Arnórsson, 21.4.2008 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.