13.4.2008 | 00:14
305. - Áframhaldandi minningar frá Bláfelli, ég get ekki stoppað
Nú er þetta þó ekki fyrst og fremst um ömmu heldur bara almennt um æsku mína, sem ég hef þó oft bloggað um áður.
Líklega vorum við á Bláfelli fremur fátæk á þeirra tíma mælikvarða. Ekki minnist ég þess þó að það hafi haft nein áhrif á samband mitt við aðra krakka. Mamma saumaði ævinlega öll föt á okkur og það gerðu ekki allir. Mér er minnisstætt að ég fór einu sinni í skólann í skyrtu sem var keypt í verslun og var ákaflega stoltur af henni, man ennþá greinilega hvernig hún var á litin, hvernig hún var saumuð og hvernig efnið í henni var.
Ekki man ég eftir að hafa fundið til neinnar minnimáttarkenndar yfir að vera í heimasaumuðum fötum utan einu sinni. Þá var ég orðinn skáti og allir þurftu að vera í skátabúningum. Ekki var hægt að kaupa skátabúning á mig svo mamma saumaði hann og ég man að liturinn var ekki alveg sá sami og á öllum hinum búningunum. Það þótti mér leiðinlegt.
Mér þótti samt alltaf svolítið slæmt hve ermarnar voru langar á skyrtunum sem mamma saumaði á mig. Það var það helsta sem ég sá að var öðruvísi við minn klæðnað en annarra.
Amma borðaði gjarnan afganga ef þeir voru til og pabbi og mamma auðvitað líka. Mér er minnisstætt að mamma sagði stundum við ömmu: "Viltu soðningu?" Þá átti hún við hvort hún vildi fisk frá þvi fyrr um daginn eða daginn áður. Mat var aldrei hent á okkar heimili. Áður en brann man ég eftir að kartöflur voru gjarnan soðnar í gufukassa sem var spölkorn frá húsinu, við það sparaðist rafmagn. Flatkökur gerði mamma líka gjarnan á gamalli kolaeldavél sem til var úti í skúr og þar var líka oft bakað.
Ísskáp fengum við ekki fyrr en seint og um síðir, en í nýja húsinu sem byggt var eftir að brann var þó einn skápur með op útúr húsinu þannig að þar hélst þokkalega kalt oftast nær. Símalaus vorum við líka lengi vel. Bjuggum rétt hjá símstöðinni þannig að ef nauðsyn bar til var ekki langt að fara til að komast í síma. Alltaf var siður að hafa heitan mat bæði í hádeginu og á kvöldin og alltaf tvíréttað, þ.e. aðalmat og graut eða súpa á eftir.
Mér fannst amma alltaf vera eldgömul og hrum, en í rauninni hélt hún sér alveg ágætlega þó hún væri komin yfir áttrætt. Ég man aldrei eftir henni veikri. Alltaf var hún á fótum og féll sjaldan verk úr hendi.
Guðlaugur maður hennar var dáinn löngu fyrir mitt minni. Hann var talsvert eldri en amma, fæddur árið 1855 eða hundrað árum fyrr en Sigurbjörn yngsti bróðir minn.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Mikið er gaman að lesa minningarbrotin þín, Sæmi. Og þú skrifar af svo mikilli hlýju um fólkið þitt.
Takk.
Lára Hanna Einarsdóttir, 13.4.2008 kl. 00:18
Takk fyrir góða pistla Sæmi minn. Ég var alinn upp við það að henda ekki mat svo ég þekki þetta. Kveðja.
Eyþór Árnason, 13.4.2008 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.