9.4.2008 | 00:58
301. - Um Kristján B. Jónasson og höfundarréttarmál
Kristján B. Jónasson sem mér skilst að sé formaður félags íslenskra bókaútgefenda heldur úti bloggsíðunni Bókatíðindin hér á Moggablogginu og tekur sig öðru hvoru til og skrifar þar langar greinar um aðskiljanlegustu mál. Þær eru yfirleitt ágætlega læsilegar, en skoðanir hans eru oft ansi íhaldssamar. Kristján leyfir ekki athugasemdir eða komment á sínu bloggi.
Nýlega skrifaði hann grein um tjáningarfrelsi og höfundarrétt. Þar býr hann sér til strámann einn mikinn og fúllyndan í líki Salvarar Gissurardóttur og tekur síðan til við að skjóta skoðanir hennar (sem hann hefur sjálfur búið til) niður. Auðvitað er Salvör fullfær um að svara fyrir sig, ef henni finnst taka því, og hefur ef til vill þegar gert það. Mér eru þó höfundarréttarmál nokkuð hugleikin eftir að ég stóð í því um nokkurra ára skeið að koma Netútgáfunni (snerpa.is/net) á fót.
Höfundarréttarmál voru okkur á margan hátt til trafala þegar við stóðum í að setja efni á Netútgáfuvefinn. Allskyns vandræði af öðrum toga áttum við einnig við að glíma. Svo ótrúlegt sem það er þá eru margir þeirrar skoðunar að t.d. Íslendingasögurnar eigi alls ekki að vera öllum aðgengilegar, heldur eigi þær að halda áfram að vera féþúfa þeirra sem einhverntíma hafa komið nálægt útgáfu þeirra. Á þeim árum sem Netútgáfan starfaði var lögum um höfundarrétt breytt og gildistími höfundarréttar til dæmis lengdur úr 50 árum í 70 ár eftir dauða höfundar. Ekki hefur verið sýnt fram á neina skynsamlega ástæðu fyrir þessari lengingu.
Það er ekki rétt hjá Kristjáni að almenn viðurkenning sé fyrir því á Vesturlöndum að með höfundarrétt skuli farið á sama hátt og með annan eignarrétt. Miklu nær er að líta á höfundarrétt sem einskonar samning milli höfunda og almennings um að greiðsla skuli koma fyrir afnot af höfundarréttarvörðu efni, þannig að höfundar skuli hafa nokkra umbun fyrir sitt erfiði. Mér finnst lang eðlilegast að þessi höfundarréttur gildi í ákveðinn tíma eftir að verk er gefið út.
Það er einungis hér á Vesturlöndum sem litið er á höfundarréttarvarið efni sem eign. Mjög auðvelt er að gera greinarmun á efnislegum gæðum og óefnislegum. Það eru bara útgefendur og eigendur flutningsréttar sem halda því fram að á þessu tvennu sé ekki hægt að gera greinarmun
Það getur verið að það henti Kristjáni vel að líta svo á að annaðhvort aðhyllist menn allt sem útgefndur segi í þessum efnum eða séu á þeirri skoðun að afnema beri með öllu greiðslur fyrir höfundarrétt. Ég er þó þeirrar skoðunar að milliveg sé hægt að finna.
Þeir sem sækja sér efni á sjóræningjavefsetur eru alls ekki neinir þjófar og misindismenn. Þeir vilja bara ekki sætta sig við yfirgang og féflettingar af hendi höfundarréttarsamtaka sem oftast eru hjómplötuútgefendur og kvikmyndaréttareigendur. Áreiðanlega vilja þeir ekki hafa neitt af rithöfundum, ef eðlilegt er að álíta að höfundarnir eigi rétt á greiðslum og þeir væru eflaust tilbúnir til að borga fyrir sitt efni, en bara ekki það sem samtök höfundarréttareigenda vilja skikka þá til að greiða.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.4.2008 kl. 06:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.