299. - Sćluhúsklukkan á Kolviđarhóli

Yfir dyrum hins fyrsta gistihúss á Kolviđarhóli, sem byggt var 1877, var klukka ein úr kopar.

Ţannig var um hana búiđ, ađ strengur úr henni var í gegnum vegginn og mátti hringja hinni inni í húsinu. Var klukkunni hringt í dimmviđrum til ţess ađ beina ferđamönnum leiđina ađ Kolviđarhóli. Ađ sögn fróđra manna, er best máttu vita, fullyrtu ţeir, ađ klukkan hefđi jafnframt veriđ fengin til ţess ađ fćla burtu drauga, sem á ţeim árum ţóttu nokkuđ nćrgöngulir viđ stađinn. En ţađ var trú manna, ađ draugarnir hörfuđu frá ţar, sem klukknahljómur heyrđist.

Nokkuđ óljóst er um uppruna ţessarar klukku. Sagt er, ađ hún vćri af útlendu skipi, er strandađi hér viđ land, og hafi hveriđ keypt sem "strandgóss" Hafi hún svo ađ fyrirlagi amtmanns veriđ látin ađ Kolviđarhóli og sett ţar upp fyrir daga Jóns Jónssonar gestgjafa, eđa nánar til tekiđ 1883.

Margir eldri menn mundu sćluhúsklukkuna á Kolviđarhóli, höfđu kippt í streng hennar og heyrt í henni hljóminn. Klukkan var á sínum stađ fram um 1907. Ţá kom Friđrik 8. ađ Kolviđarhóli og snćddi ţar hádegisverđ í tjaldbúđ á völlunum. Konungur skođađai öll bćjarhús á Kolviđarhóli. Hann veitti sćluhúsklukkunni athygli og spurđi til hvers hún vćri ţar höfđ og hringdi henni. Nokkru eftir ţetta var byggingum eitthvađ breytt á Hólnum og klukkan ţá tekin ofan og eigi látin upp aftur. Eftir ţađ var hún til í mörg ár á Kolviđarhóli, en ţar kom, ađ hún var ţar ekki lenngur, og vissi enginn, hvađ um hana hafđi orđiđ.

Tíminn leiđ hátt á ţriđja tug ára. Ţá var ţađ sumariđ 1957, ađ klukka ein kom fram í Reykjavík. Hafđi hún um langt skeiđ veriđ í smiđju Jóns Sigrurđssonar járnsmíđameistara á Laugavegi 54. Taldi Jón klukkuna vera komna frá Kolviđarhóli fyrir mörgum árum. Hefđu einhverjir komiđ međ hana sem brotakopar til brćđslu. Eigi kvađst hann hafa tímt ađ fórna henni til uppbrćđslu, heldur geymt hana í smiđju sinni. - Vel mundi Jón klukkuna á Kolviđarhóli og hafđi stundum hringt henni á árabilinu 1885 - 1895. - Gaf hanna svo klukkuna sumariđ 1957 til vćntanlegs byggđasafns Árnessýslu, og er hún ţar nú geymd.

Til frekari eftirgrennslunar um ţetta var af Kristjáni Eldjárn, ţjóđminjaverđi, ţann 13. janúar 1959 beint ţeirri fyrirspurn til manna, hvort ţeir vissu nokkuđ um hina gömlu sćluhúsklukku frá Kolviđarhóli, eđa hver örlög hennar hefđu orđiđ. Enginn gaf sig fram, er gćti gefiđ frekari upplýsingar um hana. Verđur ţví ađ álykta, međan annađ ekki upplýsist, ađ klukka sú, er fannst í Reykjavík sumariđ 1957, sé hin gamla Kolviđarhólsklukka.

Klukkan er úr kopar, 24cm. í ţvermál um op, og er 7,8 kg á ţyngd. Af ekki stćrri klukku hefur hún sérlega skćran og fagran hljóm.

Ţetta er orđrétt frásögn úr bókinni "Saga Kolviđarhóls", sem tekin er saman af Skúla Helgasyni og gefin út á Selfossi áriđ 1959.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband