26.1.2008 | 02:49
231. - Um heimspólitík og heimsendi
Það er vissulega rétt að nýr tónn var sleginn í íslenskum stjórnmálum með mótmælunum sem fram fóru við borgarstjórnarfundinn í gær fimmtudag.
Ég er þó í vafa um hvort túlka beri þetta sem vaxandi ofstopa vinstri manna eða það að hægri öflin séu að herða tökin. Annað hvort er það, ég er ekki í neinum vafa um það.
Hægri öflin á vesturlöndum hafi verið að festa sig í sessi að undanförnu. Raunar allt síðan árásirnar á tvíburaturnana áttu sér stað árið 2001. Ég man að ein fyrsta hugsun mín þegar ég fylgdist með þeim atburðum í fréttum var að nú mundi sú stefna til lögregluríkis sem boðuð var í bók Orwells 1984 og greinilega var komin af stað herða á sér um allan helming.
Hægri sinnuð stjórnmálaöfl hafa notfært sér það ástand sem skapaðist við þetta hermdarverk. Vel kann að vera að það hafi einmitt verið tilætlun þeirra íslömsku ofsatrúarmanna sem að árásinni stóðu þó líklegra sé að ætlun þeirra hafi verið að valda glundroða og auka spennu milli vesturveldanna og arabaríkjanna.
Ógæfa okkar á vesturlöndum er sú að við völd í Bandaríkjunum var stjórn á þessum tíma sem beinlínis beið eftir tækifæri og tilefni til þess að auka völd sín. Með árásinni fengu þeir gullið tækifæri til þess að gera einmitt það. Fyrst voru tökin hert heima fyrir og síðan tekið smá æfingastríð í Afghanistan og síðan farið í stóra stríðið við Kölska Hússein sjálfan.
Það stríð var nú reyndar svo vitlaust og illa undirbúið að Bandaríkjamenn sjálfir eru nú í vaxandi mæli farnir að snúast gegn stjórnvöldum vegna þess á sama hátt og gerðist í sambandi við Viet Nam. Ótrúlegt er annað en demókratar vinni forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember næstkomandi. Þessvegna er svo spennandi að fylgjast með viðureign þeirra Clinton og Obama.
Jæja, ég er nú orðinn svo háfleygur og pólitískur að það er best að hætta þessu rugli.
Alveg hreint óforvarendis koma mér skyndilega í hug tvær vísur sem ég orti einhvern tíma fyrir langa löngu og eru svona:
Jörmungandur japlar mélin.
Járnin bryður ótt og títt.
Innst í brjósti urgar vélin.
Ólmast faxið mjúkt og sítt.
Gneistar fljúga úr spyrntu spori.
Splundrast grjót og rignir mold.
Endi heims á atómvori.
Eldar brenna og sekkur fold.
Ég man að mér þótti þetta nokkuð gott hjá mér á sínum tíma og gerði einhverja samantekt um tilurð þessara vísna í Þórbergskum anda en man lítið eftir henni. Man samt að þegar ég gerði vísuna fannst mér endilega að Jörmungandur væri hestur, líklega Sleipnir eða álíka goðsögulegur reiðskjóti en svo er víst ekki.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.