229. - Enn um Vilhjálm Örn og Fischer og fleira

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson virðist hafa tekið síðustu blogg-grein mína nokkuð nærri sér og vísa ég í því til kommenta hans og annarra við mín skrif frá því í gær.

Einn annar af bloggvinum mínum hefur hallmælt Fischer undanfarna daga á sínu bloggi en það er Sigurður Þór Guðjónsson. Mér hefur þó ekki fundist þau ummæli keyra eins um þverbak og greinin sem ég kommentaði á eftir Vilhjálm. Sigurði virðist þó hafa blöskrað hvernig Vilhjálmur lét því hann setti eftirfarandi komment á sama blogg hjá Vilhjálmi og ég kommentaði á:

„Hvaða máli skiptir þetta Vilhjálmur? Fischer er dauður og grafinn!"

Og Vilhjálmur svararði með eftirfarandi hætti:

„Sigurður, eitthvað verður maður að blogga um. Sumir blogga um veður aðrir um gyðinga, og enn aðrir um lækni á lækni ofan í Reykjavík."

Að vísu er mér ekki alveg ljóst hvað Vilhjálmur er að fara með þessu svari en í því birtist undarleg afstaða til bloggiðjunnar. „Eitthvað verður maður að blogga um." Hver er eiginlega að neyða Vilhjálm til að blogga. Ég hélt að flestir gerðu þetta af fúsum og frjálsum vilja.

Nema þá helst Sigurður Þór. Hann er alltaf öðru hvoru að tala um hvað sér leiðist að blogga. Enn þá linnir ekki áskorunum á hann um að halda endilega áfram. Ég er ekki frá því að ég hafi einhvern tíma skorað á hann að halda áfram að blogga. Mér finnst hann skemmtilegur bloggari. Nýjasta útspilið hans virðist vera að reyna einu sinni enn að æsa menn til trúarbragðadeilna í kommentakerfinu hjá sér. 

Þetta með af hverju menn bloggi finnst mér skemmtilegt umræðuefni. Hvers vegna blogga menn? Hvers vegna geta menn helst ekki hætt að blogga, þó þeir vilji? Hvað er það sem upphaflega fær menn til að prófa þennan fjára? Af hverju eru bloggarar á Íslandi svona óskaplega margir. (Eða eru þeir það kannski ekki? - Ég held að það hljóti bara að vara) Af hverju líta aðrir bloggarar svona niður á Moggabloggið? - Spurningarnar eru legíó.

Vilhjálmur talar um það í einni kommentafærslunni að hann hafi fylgst með einvíginu 1972. Það gerði ég líka og þurfti þó að ferðast nokkur hundruð kílómetra til að geta barið hetjuna mína augum.

Og að lokum: Hvers vegna skyldi Vilhjálmur vera að blanda Flóabandalaginu inn í þetta mál?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband