219. - Vits er þörf.......

Vits er þörf, þeim er vargnum sinnir.

Mér finnst þetta eiga við dýralækninn í ríkisstjórninni en öðrum kann að finnast annað. Að hluta til er þetta úr Hávamálum en ég prjónaði nokkur orð aftan við alkunna setningu þaðan.

Greinargerð fjármálaráðherra ber það með sér að honum er vits þörf. Þar er margt tínt til, nefndarstörf og annað og jafnvel það að aumingja Þorsteinn hafi verið varamaður í einhverri tiltekinni nefnd. Hversu langt er hægt að ganga í vitleysunni? Auðvitað er það hart aðgöngu fyrir Þorstein að þurfa að vera svona á milli tannanna á fólki, eingöngu vegna föður síns. Það er þó Árni blessaður Mathiessen sem hefur komið honum í þessa stöðu og alveg óþarfi fyrir þá sem andvígir eru skipuninni að þegja af hlífisemi við Þorstein.

Ef nefndin hefði nú bara úrskurðað Þorstein óhæfan. Það var örugglega það sem þeir áttu við með því að skipta umsækjendum í flokka með þessum hætti. Hefði Árni skipað hann samt? Varla. En kannski úrskurðar nefndin menn aldrei óhæfa. Þetta er nú meiri vitleysan allt saman.

Ég man vel eftir því þegar Pétur Kr. Hafstein fór í forsetaframboð á móti Ólafi Ragnari Grímssyni og fleirum. Þá voru margir einna ósáttastur við þá ákvörðum Péturs að fara til fundar við Davíð Oddsson áður en hann tilkynnti um framboð sitt. Það var eins og hann væri að spyrja Davíð hvort hann mætti fara í framboð. Forsetakosningarnar á sínum tíma geta þó ómögulega haft áhrif á skoðanir Péturs í dag. Slíkt væri barnaskapur hinn mesti.  

En af hverju skyldi dýralæknirinn vera að sinna varginum? Heldur hann að það gæti skilað einhverju í framtíðinni að koma sér í mjúkinn hjá honum? Er hann kannski bara að reyna að kasta ryki í augu þeirra sem einblína á peningamaskínuna sem verið er að byggja á Keflavíkurflugvelli? Ekki gott að segja.

Já og svo er kvótakerfið ekki bara meingallað heldur kolólöglegt að auki. Samt á það sinn mikla þátt í þeirri gliðnun sem orðin er milli strjálbýlis og þéttbýlis. Þetta getur allt orðið hið mesta klúður. Íslenskir dómstólar hafa hvað eftir annað fengið leiðbeiningar utanlands frá. Ég veit ekki á hvaða stigi þeir væru ef svo væri ekki.

Einu sinni man ég að Hæstiréttur tilnefndi það sem ástæðu til þess að dæma ríkinu í vil í einhverju gjaldtökumáli landbúnaðarmafíunnar að það yrði mjög fyrirhafnarsamt fyrir ríkið að leiðrétta oftekin gjöld. Furðuleg röksemdafærsla það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef enga skoðun á henni.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.1.2008 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband